Fótbolti

Klopp bestur annað árið í röð og Lewandowski hafði betur gegn Ronaldo og Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp var eðlilega hinn hressasti er hann spjallaði við Zurich í kvöld.
Klopp var eðlilega hinn hressasti er hann spjallaði við Zurich í kvöld. Valeriano Di Domenico/Getty

Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu.

Landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar, blaðamenn og stuðningsmenn halda utan um verðlaunaafhendinguna sem fór fram í Zurich í kvöld.

Fimm leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni voru í liði ársins en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var valinn besti stjórinn annað árið í röð. Manuel Neuer, markvörður Bayern, var valinn besti markvörðurinn.

Heung-Min Son vann mark ársins fyrir markið sem hann skoraði gegn Burnley fyrr á árinu en beðið var með eftirvæntingu eftir hver yrði kjörinn besti leikmaður ársins. Þar voru tilnefndir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Robert Lewandowski.

Það var pólski framherjinn sem hafði betur gegn þeim Messi og Ronaldo sem hafa nánast einokað verðlaunin undanfarin ár en Lewandowski vann bæði þýsku deildina og Meistaradeildina með Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×