Enski boltinn

Fjölga skiptingum ef leik­menn fá heila­hristing og fjölga vara­mönnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
David Luiz spilaði áfram eftir harkalegt samstuð við Raul Jimenez á dögunum. Hann var svo tekinn af velli í hálfleik en Jimenez höfuðkúpubrotnaði í samstuðinu.
David Luiz spilaði áfram eftir harkalegt samstuð við Raul Jimenez á dögunum. Hann var svo tekinn af velli í hálfleik en Jimenez höfuðkúpubrotnaði í samstuðinu. EPA-EFE/Catherine Ivill

Á fundi forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag var ákveðið að leyfa liðum að gera „fría“ skiptingu ef leikmaður hefur fengið heilahristing. Þá verður varamönnum fjölgað úr sjö í níu en skiptingum almennt ekki fjölgað.

Þegar reglugerðin tekur gildi munu öll lið í ensku úrvalsdeildinni geta gert tvær skiptingar í leik ef leikmenn fá heilahristing. Reiknað er með að reglugerðin verði samþykkt strax í næsta mánuði og taki gildi um leið, það er að segja í janúar 2021.

Hvorugt skiptingin telst til þeirra þriggja sem hvert lið má gera og því gæti lið gert allt að fimm skiptingar í leik ef tveir leikmenn liðsins fá heilahristing. Lið í deildinni mega sum sé skipta leikmanni út af sem fær heilahristing og setja annan inn á þó svo að það hafi notað allar þrjár hefðbundnu skiptingarnar sínar í tilteknum leik.

Varamönnum liðanna verðr þá fjölgað níu frá og með 14. umferð yfirstandandi tímabils. Á þetta eingöngu við um tímabilið sem nú er í gangi en fram til þessa hefur hvert lið verið með sjö leikmenn á bekknum.

Mikil umræða hefur átt sér stað í ensku úrvalsdeildinni er varðar höfuðhögg og heilahristinga undanfarið. Sérstaklega eftir samstuð þeirra Luiz og Jimenez sem nefnt er hér að ofan.


Tengdar fréttir

Shearer æsti sig: Við erum að tala um líf eða dauða

Árið er 2020 en samt fékk Arsenal maðurinn David Luiz að fara aftur inn á völlinn í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa skömmu áður fengið slæmt höfuðhögg. Upptendraður Alan Shearer kallaði eftir breyttum vinnubrögðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×