Hönnuðu takkaskó sérstaklega fyrir konur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 16:31 Mögulega sjáum við leikmenn í Pepsi Max deildinni klæðast Ida-skóm áður en langt um líður. Vísir/Elín Björg Ida Sports er langt því frá stærsta íþróttavörumerki í heimi enda var það stofnað skömmu áður en kórónufaraldurinn skall á heimsbyggðinni. Sérstaða merkisins er hins vegar sú að það hannar takkaskó eingöngu fyrir kvenmenn. Laura Youngson og Ben Sandhu töldu vanta takkaskó sérstaklega hannaða fyrir kvenmenn og ákváðu því að slá til og hanna slíka. Ef til vill var ekki best að stofna fyrirtækið rétt áður en kórónufaraldurinn sá til þess að engar íþróttir voru spilaðar en það hefur ekki stöðvað þau Youngson og Sandhu eins og kemur fram í viðtali Youngson við enska miðilinn The Guardian. Munurinn á takkaskóm frá Ida og til að mynda stærstu vörumerkjum í heimi er einfaldlega sá að Ida-takkaskór eru sérstaklega hannaðir með kvenmenn í huga. Hællinn á skónum er þrengri en skórinn er aðeins víðari um tærnar en venjulegir takkaskór. Skórinn beygist og á öðrum stað en vant er. Þá eru innleggin ólík því sem gengur og gerist ásamt því að það eru öðruvísi takkar undir skónum. Hér má sjá fyrstu týpuna af Ida-skó sem fór á markað.Ida Sports Í samræðum sína við ýmsar knattspyrnukonur komst Youngson að því að þær voru allar að spila í takkaskóm sem eru hannaðir fyrir karla. Hún ákvað því að gera eitthvað í því. Hún fékk aðstoð fóta- sem og líftæknifræðinga til að vöruna enn betri. Leikmenn úrvalsdeildarinnar í Ástralíu spiluðu í skónum ásamt því að gefa sína skoðun á því hvað mætti betur fara. Að lokum var fyrsta týpa skósins svo tilbúin og er hún svo gott sem uppseld í dag. „Það sem við gerðum er klikkað. Við spurðum konur hvað þær vildu og byggðum það,“ sagði Youngson í viðtalinu við Guardian. Kristján Guðmundsson, þjálfari liðs Stjörnunnar í Pepsi Max deild kvenna, telur að um RISA tíðindi sé að ræða. Þetta er stærra en margan grunar, í raun RISA tí indi. Knattspyrnukonur eiga a veita þessu athygli til þess a hra a þróununni. Lesi greinina og fái örlitla innsýn í heim knattspyrnukonu. #dottir https://t.co/BWGsA4P8s9— Kristján Gudmundsson (@knottur) December 17, 2020 Gætu minnkað líkurnar á krossbandsslitum Matt Whalan, sjúkraþjálfari bæði karla- og kvennalandsliðs Ástralíu, telur skóna minnka líkur á meiðslum. Hann nefnir sem dæmi að konur séu líklegri en karlar til að slíta krossbönd í hné í fótbolta. Whalan telur að skórnir gætu hjálpað til og minnkað líkurnar á slíkum meiðslum. „Við vitum að það eru margar ástæður fyrir því að konur séu líklegri til að slíta krossbönd, það er ekki einhver einn hlutur sem útskýrir það. Það er auðveldast að horfa á snertinguna við grasið og hvernig leikmenn stíga eða breyta um stefnu. Það er mögulega tíu kílóa mismunur á karlkyns og kvenkyns leikmanni en skórinn er sá sami.“ Nefnir Whalan dæmi um lengd á tökkum og segir að kvenkyns leikmaður sem sé tíu kílóum léttari en karlkyns leikmaður þurfi ekki jafn langa takka undir sínum skóm þar sem þunginn sé ekki jafn mikill. Í lok greinarinnar kemur fram að sum af stóru íþróttavörufyrirtækjunum hafi framleitt skó sérstaklega með kvenmenn í huga. Asics hefur til að mynda framleitt krikket skó eingöngu fyrir konur og Under Armour hefur gert slíkt hið sama fyrir körfuboltakonur. Fyrir HM á síðasta ári framleiddu bæði Nike og Adidas búninga sérstaklega fyrir konur. England spilaði í Nike-búningum á HM á síðasta ári með sérstöku sniði fyrir konur.Richard Sellers/Getty Images Youngson segir að næst á blaði hjá henni sé að gefa út aðra týpu af skónum og þróa hann enn betur. Þá segist hún taka því fagnandi ef risafyrirtækin ákveða að herja á þennan markað. Youngson er bæði til í samkeppni eða samvinnu, hún vill aðeins að varan fari sem lengst. Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira
Laura Youngson og Ben Sandhu töldu vanta takkaskó sérstaklega hannaða fyrir kvenmenn og ákváðu því að slá til og hanna slíka. Ef til vill var ekki best að stofna fyrirtækið rétt áður en kórónufaraldurinn sá til þess að engar íþróttir voru spilaðar en það hefur ekki stöðvað þau Youngson og Sandhu eins og kemur fram í viðtali Youngson við enska miðilinn The Guardian. Munurinn á takkaskóm frá Ida og til að mynda stærstu vörumerkjum í heimi er einfaldlega sá að Ida-takkaskór eru sérstaklega hannaðir með kvenmenn í huga. Hællinn á skónum er þrengri en skórinn er aðeins víðari um tærnar en venjulegir takkaskór. Skórinn beygist og á öðrum stað en vant er. Þá eru innleggin ólík því sem gengur og gerist ásamt því að það eru öðruvísi takkar undir skónum. Hér má sjá fyrstu týpuna af Ida-skó sem fór á markað.Ida Sports Í samræðum sína við ýmsar knattspyrnukonur komst Youngson að því að þær voru allar að spila í takkaskóm sem eru hannaðir fyrir karla. Hún ákvað því að gera eitthvað í því. Hún fékk aðstoð fóta- sem og líftæknifræðinga til að vöruna enn betri. Leikmenn úrvalsdeildarinnar í Ástralíu spiluðu í skónum ásamt því að gefa sína skoðun á því hvað mætti betur fara. Að lokum var fyrsta týpa skósins svo tilbúin og er hún svo gott sem uppseld í dag. „Það sem við gerðum er klikkað. Við spurðum konur hvað þær vildu og byggðum það,“ sagði Youngson í viðtalinu við Guardian. Kristján Guðmundsson, þjálfari liðs Stjörnunnar í Pepsi Max deild kvenna, telur að um RISA tíðindi sé að ræða. Þetta er stærra en margan grunar, í raun RISA tí indi. Knattspyrnukonur eiga a veita þessu athygli til þess a hra a þróununni. Lesi greinina og fái örlitla innsýn í heim knattspyrnukonu. #dottir https://t.co/BWGsA4P8s9— Kristján Gudmundsson (@knottur) December 17, 2020 Gætu minnkað líkurnar á krossbandsslitum Matt Whalan, sjúkraþjálfari bæði karla- og kvennalandsliðs Ástralíu, telur skóna minnka líkur á meiðslum. Hann nefnir sem dæmi að konur séu líklegri en karlar til að slíta krossbönd í hné í fótbolta. Whalan telur að skórnir gætu hjálpað til og minnkað líkurnar á slíkum meiðslum. „Við vitum að það eru margar ástæður fyrir því að konur séu líklegri til að slíta krossbönd, það er ekki einhver einn hlutur sem útskýrir það. Það er auðveldast að horfa á snertinguna við grasið og hvernig leikmenn stíga eða breyta um stefnu. Það er mögulega tíu kílóa mismunur á karlkyns og kvenkyns leikmanni en skórinn er sá sami.“ Nefnir Whalan dæmi um lengd á tökkum og segir að kvenkyns leikmaður sem sé tíu kílóum léttari en karlkyns leikmaður þurfi ekki jafn langa takka undir sínum skóm þar sem þunginn sé ekki jafn mikill. Í lok greinarinnar kemur fram að sum af stóru íþróttavörufyrirtækjunum hafi framleitt skó sérstaklega með kvenmenn í huga. Asics hefur til að mynda framleitt krikket skó eingöngu fyrir konur og Under Armour hefur gert slíkt hið sama fyrir körfuboltakonur. Fyrir HM á síðasta ári framleiddu bæði Nike og Adidas búninga sérstaklega fyrir konur. England spilaði í Nike-búningum á HM á síðasta ári með sérstöku sniði fyrir konur.Richard Sellers/Getty Images Youngson segir að næst á blaði hjá henni sé að gefa út aðra týpu af skónum og þróa hann enn betur. Þá segist hún taka því fagnandi ef risafyrirtækin ákveða að herja á þennan markað. Youngson er bæði til í samkeppni eða samvinnu, hún vill aðeins að varan fari sem lengst.
Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira