Fyrirliðinn fer í janúar: Atalanta ævintýrið á enda? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 14:00 Papu Gomez, fyrirliði Atalanta, er á förum frá Atalanta í janúar eftir að lenda upp á kanti við þjálfara liðsins. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Argentínumaðurinn Papu Gomez, fyrirliði og holdgervingur þess sem hið stórskemmtilega Atalanta lið stendur fyrir, er á förum í janúar. Liðið er um miðja deild og mætir Ítalíumeisturum Juventus í kvöld. Atalanta er sem stendur í 9. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, með 17 stig að loknum tíu leikjum. Liðið er tíu stigum á eftir toppliði AC Milan en á þó leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni. Sigur í kvöld gegn Juventus sem og í leiknum sem Atalanta á til góða og liðið er jafnt Ítalíumeisturum Juve að stigum. Þá er liðið komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid bíður. Ef til vill er því full hart að tala um krísu og að ævintýrið sé búið. Þannig er nú samt smá stemningin í félaginu að svo stöddu. Fyrirliði félagsins lenti upp á kant við Gian Piero Gasperini, þjálfara Atalanta, og ætlar sá fyrrnefndi að yfirgefa félagið í janúar. Rúmar tvær vikur eru síðan þeim tveimur lenti saman og morguninn áður en það var dregið í Meistaradeildinni nýtti Papu Gomez sér Instagram til að koma skilaboðum á framfæri. View this post on Instagram A post shared by ll ll Papu Gomez ll ll (@papugomez_official) „Ég er að skrifa til ykkar hér þar sem ég hef enga leið til að verja mig eða tala við ykkur. Þið vitið hvaða mann ég hef að geyma og sannleikurinn mun koma í ljós þegar ég fer. Þið þekkið mig. Þið vitið hver ég er. Ég elska ykkur. Kveðja, fyrirliðinn ykkar,“ sagði í færslu Papu. Papu hefur mikilvægur hluti af uppgangi Atalanta. Hann er að vissu leyti sá sem bindur liðið saman og hefur lyft því upp í hæstu hæðir. Félagið er í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð, það var í toppbaráttu Serie A framan af síðasta tímabili og þá spilar liðið stórkostlegan fótbolta. Ástæðan ku vera sú að Papu fór ekki eftir fyrirmælum Gasperini í leik gegn Midtjylland í Meistaradeildinni. Hann átti að færa sig út á væng en hélt áfram að spila fyrir miðju vallarins. Fyrirliðinn var tekinn út af í hálfleik og var ekki í byrjunarliðinu gegn Udinese í leiknum þar á eftir. Big clubs didn t break Atalanta up. What no one saw coming was a split between coach and captain. Can #Atalanta be Atalanta without Papu. He s in the squad for tonight s game. But his future hangs in the balance https://t.co/Dg9iyYfbj5— James Horncastle (@JamesHorncastle) December 16, 2020 Fyrirliðinn sneri aftur í mikilvægum leik gegn Ajax í Meistaradeildinni þar sem sæti í 16-liða úrslitum var undir. Leikurinn vannst og Atalanta komst áfram. Fyrirliðinn var svo hvergi sjáanlegur í 3-0 sigri á Fiorentina skömmu síðar. Atalanta heimsækir Allianz-völlinn í Tórínó-borg í dag og mæta þar Ítalíumeisturum Juventus. Lærisveinar Andrea Pirlo eru hægt og rólega að komast á ról eftir erfiða byrjun. Juve situr í 4. sæti með 23 stig að loknum 11 umferðum, þremur stigum á eftir AC Milan. Leikur Juventus og Atalanta er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 17.20 en leikurinn hefst tíu mínútum síðar. Þá er leikur Inter Milan og Napoli – liðin í 2. og 3. sæti – í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4 klukkan 19.35. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Atalanta er sem stendur í 9. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, með 17 stig að loknum tíu leikjum. Liðið er tíu stigum á eftir toppliði AC Milan en á þó leik til góða á öll liðin fyrir ofan sig í töflunni. Sigur í kvöld gegn Juventus sem og í leiknum sem Atalanta á til góða og liðið er jafnt Ítalíumeisturum Juve að stigum. Þá er liðið komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem Real Madrid bíður. Ef til vill er því full hart að tala um krísu og að ævintýrið sé búið. Þannig er nú samt smá stemningin í félaginu að svo stöddu. Fyrirliði félagsins lenti upp á kant við Gian Piero Gasperini, þjálfara Atalanta, og ætlar sá fyrrnefndi að yfirgefa félagið í janúar. Rúmar tvær vikur eru síðan þeim tveimur lenti saman og morguninn áður en það var dregið í Meistaradeildinni nýtti Papu Gomez sér Instagram til að koma skilaboðum á framfæri. View this post on Instagram A post shared by ll ll Papu Gomez ll ll (@papugomez_official) „Ég er að skrifa til ykkar hér þar sem ég hef enga leið til að verja mig eða tala við ykkur. Þið vitið hvaða mann ég hef að geyma og sannleikurinn mun koma í ljós þegar ég fer. Þið þekkið mig. Þið vitið hver ég er. Ég elska ykkur. Kveðja, fyrirliðinn ykkar,“ sagði í færslu Papu. Papu hefur mikilvægur hluti af uppgangi Atalanta. Hann er að vissu leyti sá sem bindur liðið saman og hefur lyft því upp í hæstu hæðir. Félagið er í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð, það var í toppbaráttu Serie A framan af síðasta tímabili og þá spilar liðið stórkostlegan fótbolta. Ástæðan ku vera sú að Papu fór ekki eftir fyrirmælum Gasperini í leik gegn Midtjylland í Meistaradeildinni. Hann átti að færa sig út á væng en hélt áfram að spila fyrir miðju vallarins. Fyrirliðinn var tekinn út af í hálfleik og var ekki í byrjunarliðinu gegn Udinese í leiknum þar á eftir. Big clubs didn t break Atalanta up. What no one saw coming was a split between coach and captain. Can #Atalanta be Atalanta without Papu. He s in the squad for tonight s game. But his future hangs in the balance https://t.co/Dg9iyYfbj5— James Horncastle (@JamesHorncastle) December 16, 2020 Fyrirliðinn sneri aftur í mikilvægum leik gegn Ajax í Meistaradeildinni þar sem sæti í 16-liða úrslitum var undir. Leikurinn vannst og Atalanta komst áfram. Fyrirliðinn var svo hvergi sjáanlegur í 3-0 sigri á Fiorentina skömmu síðar. Atalanta heimsækir Allianz-völlinn í Tórínó-borg í dag og mæta þar Ítalíumeisturum Juventus. Lærisveinar Andrea Pirlo eru hægt og rólega að komast á ról eftir erfiða byrjun. Juve situr í 4. sæti með 23 stig að loknum 11 umferðum, þremur stigum á eftir AC Milan. Leikur Juventus og Atalanta er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 17.20 en leikurinn hefst tíu mínútum síðar. Þá er leikur Inter Milan og Napoli – liðin í 2. og 3. sæti – í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4 klukkan 19.35. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira