Innlent

Rann­saka líkams­á­rás á Bíldu­dal

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan á Vestfjörðum hefur málið til rannsóknar.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar líkamsárás í heimahúsi á Bíldudal sem gerð var á aðfaranótt sunnudags. Maður sem kom heim til sín á laugardagskvöldið hitti þar fyrir tvo ókunnuga menn sem höfðu brotist inn á heimil hans.

Maðurinn sagðist ekki hafa þekkt mennina og hafi hann reynt að koma þeim út en þá hafi þeir ráðist á hann. Maðurinn bar áverka eftir árásina að því er fram kemur í færslu lögreglunnar á Facebook.

Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi á Bíldudal aðfararnótt sunnudags. Maður sem kom heim til sín að kvöldi til þegar...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Tuesday, December 15, 2020

Maðurinn bar áverka eftir árásina en ekki er vitað hvað gekk mönnunum til. Málið er í rannsókn. Engar frekari upplýsingar fengust hjá lögreglunni um málið þegar fréttastofa reyndi að afla þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×