Enski boltinn

Fé­lag Jóns Daða reynir að banna Sky Sports að sýna frá leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði í leik með Millwall.
Jón Daði í leik með Millwall. GETTY

Millwall, lið Jóns Daða Böðvarssonar, vill banna Sky Sports að sýna frá leik liðsins gegn Watford þann 29. desember er liðin mætust í ensku B-deildinni.

Stríð hefur verið á milli Millwall og sjónvarpsrisans en Sky Sports sýndi leikinn er stuðningsmenn Millwall púuðu er leikmenn krupu fyrir leikinn Derby. Það vakti mikið umtal.

Sky Sports gerði svo frétt í kjölfarið sem fór ekki vel í forráðamenn Millwall og þeir vilja banna Sky Sports að sýna frá leiknum 29. desember. Félagið fær 75 þúsund fyrir hvern leik sem er sýndur.

Millwall er tilbúið að verða af þessum peningum en enska deildarsambandið er talið vera komið inn í málið til þess að leysa það.

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur með Millwall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×