Geggjað að draumafélagið sé að fylgjast með Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 17:30 Phil Foden og Ísak Bergmann í baráttunni í fyrsta A-landsleik Skagamannsins unga. Chloe Knott/Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson segist lítið vera að velta sér upp úr framtíð sinni. Hann segir þó að það sé ánægjulegt að vita að draumafélag hans, Manchester United, sé að fylgjast með gangi mála. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði en hann stökk fram á sjónvarsviðið er hann greip tækifærið og stimplaði sig inn sem byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Skagamaðurinn átti frábært tímabil og skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur tíu. Hann er almennt talinn með efnilegri leikmönnum sem hafa komið upp í sænsku deildinni undanfarin ár. Ég fann gull! Ég geymi frumrit af öllum ljósmyndum sem ég tek og var að fletta í þeim. Þessar tók ég í jan 2014. Ísak Bergmann með ÍA í 5. flokki karla. Ísak er í dag í viðtali við strákana í Ungstirnunum í podcasti https://t.co/HfAoxn1dyE. Mæli með geggjuðum þætti. #fotboltinet pic.twitter.com/i2fsSPHmLN— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 14, 2020 Hann ræddi við hlaðvarpsþáttinn Ungstirnin sem finna má á Fótbolta.net í dag þar sem hann fór meðal annars yfir áhuga stórliða og hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það er fyrst og fremst mjög gaman að það sé að gerast. Ég spái voðalega lítið í því. Þegar leikurinn byrjar er ég ekki að spá í því hvað er að gerat en þegar maður sér fréttirnar eftir leikinn sér maður að þetta er svolítið flott. Það er geggjað að draumafélagið [Manchester] United séð að fylgjast með manni. Það eru forréttindi en ég reyni að spá lítið í þessu,“ sagði Ísak Bergmann í viðtalinu. Þá var Ísak spurður út í hvaða þjálfarar heilla hann mest. „Jurgen Klopp og Pep Guardiola eru tveir af þeim bestu. Svo er ég einnig mjög hrifinn af því hvernig liðin hans Julian Nagelsmann spila. Hversu mikil hlaupagetan er, hvernig þau spila og pressa er geggjað. Maurico Pochettino er líka flottur sem og margir aðrir,“ sagði Ísak Bergmann að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna inn á Fótbolti.net. Ísak Bergmann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik er Ísland tapaði fyrir Englendingum á Wembley í nóvember. Fótbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Sjá meira
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna mánuði en hann stökk fram á sjónvarsviðið er hann greip tækifærið og stimplaði sig inn sem byrjunarliðsmaður hjá Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Skagamaðurinn átti frábært tímabil og skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur tíu. Hann er almennt talinn með efnilegri leikmönnum sem hafa komið upp í sænsku deildinni undanfarin ár. Ég fann gull! Ég geymi frumrit af öllum ljósmyndum sem ég tek og var að fletta í þeim. Þessar tók ég í jan 2014. Ísak Bergmann með ÍA í 5. flokki karla. Ísak er í dag í viðtali við strákana í Ungstirnunum í podcasti https://t.co/HfAoxn1dyE. Mæli með geggjuðum þætti. #fotboltinet pic.twitter.com/i2fsSPHmLN— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 14, 2020 Hann ræddi við hlaðvarpsþáttinn Ungstirnin sem finna má á Fótbolta.net í dag þar sem hann fór meðal annars yfir áhuga stórliða og hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það er fyrst og fremst mjög gaman að það sé að gerast. Ég spái voðalega lítið í því. Þegar leikurinn byrjar er ég ekki að spá í því hvað er að gerat en þegar maður sér fréttirnar eftir leikinn sér maður að þetta er svolítið flott. Það er geggjað að draumafélagið [Manchester] United séð að fylgjast með manni. Það eru forréttindi en ég reyni að spá lítið í þessu,“ sagði Ísak Bergmann í viðtalinu. Þá var Ísak spurður út í hvaða þjálfarar heilla hann mest. „Jurgen Klopp og Pep Guardiola eru tveir af þeim bestu. Svo er ég einnig mjög hrifinn af því hvernig liðin hans Julian Nagelsmann spila. Hversu mikil hlaupagetan er, hvernig þau spila og pressa er geggjað. Maurico Pochettino er líka flottur sem og margir aðrir,“ sagði Ísak Bergmann að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna inn á Fótbolti.net. Ísak Bergmann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik er Ísland tapaði fyrir Englendingum á Wembley í nóvember.
Fótbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Sjá meira