Fótbolti

Gérard Houllier látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gérard Houllier var síðast tæknilegur ráðgjafi hjá kvennaliði Lyon sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með.
Gérard Houllier var síðast tæknilegur ráðgjafi hjá kvennaliði Lyon sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með. getty/Matthew Ashton

Gérard Houllier, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, er látinn, 73 ára að aldri.

Houllier er hvað þekktastur fyrir tíma sinn sem stjóri Liverpool. Hann stýrði liðinu á árunum 1998-2004. Undir hans stjórn vann Liverpool ensku bikarkeppnina, enska deildabikarinn og Evrópukeppni félagsliða sama tímabilið (2000-01). Auk þess vann Liverpool deildabikarinn 2003 og Ofurbikar Evrópu 2001 undir stjórn Frakkans.

Houiller gerði bæði Paris Saint-Germain og Lyon að frönskum meisturum og stýrði franska landsliðinu um tíma.

Síðasta stjórastarf Houillers var með Aston Villa tímabilið 2010-11. Undir hans stjórn endaði liðið í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Houiller starfaði seinna fyrir Reb Bull fótboltasamsteypuna og sem tæknilegur ráðgjafi kvennaliðs Lyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×