Hverjum geta ensku liðin mætt í Meistaradeildinni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2020 08:01 Liverpool og Atlético Madrid gætu mæst í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað tímabilið í röð. getty/Visionhaus Þrjú ensk lið verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Nyon í Sviss og hefst klukkan 11:00. Sýnt verður beint frá honum á Stöð 2 Sport og á Vísi. Liðunum sextán sem komust áfram úr riðlakeppninni er skipt í tvo hópa. Sigurvegarar riðlanna eru í efri styrkleikaflokki og liðin sem enduðu í 2. sæti riðlanna í neðri styrkleikaflokki. Öll þrjú ensku liðin sem komust áfram í sextán liða úrslitin, Liverpool, Chelsea og Manchester City, unnu sína riðla og eru því í efri styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki dregist saman í sextán liða úrslitunum og þá geta lið sem voru saman í riðli ekki lent saman. Styrkleikaflokkarnir í sextán liða úrslitunum Efri styrkleikaflokkur Bayern München Real Madrid Man. City Liverpool Chelsea Dortmund Juventus PSG Neðri styrkleikaflokkur Atlético Madrid Borussia Mönchengladbach Porto Atalanta Sevilla Lazio Barcelona RB Leipzig Liverpool, Chelsea og City vonast væntanlega eftir því að sleppa við spænsku liðin Barcelona og Atlético Madrid þegar dregið verður í sextán liða úrslitin á eftir. Atlético Madrid sló Liverpool út úr sextán liða úrslitunum á síðasta tímabili. Porto er væntanlega óskamótherji Liverpool og Chelsea en portúgalska liðið virðist það veikasta úr neðri styrkleikaflokknum. City getur ekki mætt Porto þar sem liðin voru saman í riðli. Hverjum geta ensku liðin mætt? Liverpool: Porto, Sevilla, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Gladbach og Atlético Madrid City: Sevilla, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Atalanta, Gladbach og Atlético Madrid Chelsea: Porto, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Atalanta, Gladbach og Atlético Madrid Evrópumeistarar Bayern München gætu mætt Barcelona í sextán liða úrslitunum. Liðin áttust við í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili þar sem Bæjarar unnu frægan 8-2 sigur á Börsungum. Liðin í efri styrkleikaflokki eiga seinni leikinn á heimavelli. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 16. og 17. febrúar 2021 og seinni leikirnir 9. og 10. mars 2021. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Nyon í Sviss og hefst klukkan 11:00. Sýnt verður beint frá honum á Stöð 2 Sport og á Vísi. Liðunum sextán sem komust áfram úr riðlakeppninni er skipt í tvo hópa. Sigurvegarar riðlanna eru í efri styrkleikaflokki og liðin sem enduðu í 2. sæti riðlanna í neðri styrkleikaflokki. Öll þrjú ensku liðin sem komust áfram í sextán liða úrslitin, Liverpool, Chelsea og Manchester City, unnu sína riðla og eru því í efri styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki dregist saman í sextán liða úrslitunum og þá geta lið sem voru saman í riðli ekki lent saman. Styrkleikaflokkarnir í sextán liða úrslitunum Efri styrkleikaflokkur Bayern München Real Madrid Man. City Liverpool Chelsea Dortmund Juventus PSG Neðri styrkleikaflokkur Atlético Madrid Borussia Mönchengladbach Porto Atalanta Sevilla Lazio Barcelona RB Leipzig Liverpool, Chelsea og City vonast væntanlega eftir því að sleppa við spænsku liðin Barcelona og Atlético Madrid þegar dregið verður í sextán liða úrslitin á eftir. Atlético Madrid sló Liverpool út úr sextán liða úrslitunum á síðasta tímabili. Porto er væntanlega óskamótherji Liverpool og Chelsea en portúgalska liðið virðist það veikasta úr neðri styrkleikaflokknum. City getur ekki mætt Porto þar sem liðin voru saman í riðli. Hverjum geta ensku liðin mætt? Liverpool: Porto, Sevilla, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Gladbach og Atlético Madrid City: Sevilla, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Atalanta, Gladbach og Atlético Madrid Chelsea: Porto, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Atalanta, Gladbach og Atlético Madrid Evrópumeistarar Bayern München gætu mætt Barcelona í sextán liða úrslitunum. Liðin áttust við í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili þar sem Bæjarar unnu frægan 8-2 sigur á Börsungum. Liðin í efri styrkleikaflokki eiga seinni leikinn á heimavelli. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 16. og 17. febrúar 2021 og seinni leikirnir 9. og 10. mars 2021. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Efri styrkleikaflokkur Bayern München Real Madrid Man. City Liverpool Chelsea Dortmund Juventus PSG Neðri styrkleikaflokkur Atlético Madrid Borussia Mönchengladbach Porto Atalanta Sevilla Lazio Barcelona RB Leipzig
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira