Fótbolti

Weir tryggði Man City sigur gegn Arsenal með marki í upp­bótar­tíma

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Weir fagnar sigurmarki sínu.
Weir fagnar sigurmarki sínu. Martin Rickett/Getty Images

Manchester City vann 2-1 sigur á Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurmarkið gerði Caroline Weir í uppbótartíma leiksins með frábæru vinstri fótar skoti.

Manchester United er enn á toppi deildarinnar eftir 2-1 útisigur á Reading og Chelsea lagði Brighton & Hove Albion 1-0 á útivelli.

Arsenal komst yfir í stórlek dagsins strax á 2. mínútu leiksins. Að sjálfsögðu var það Vivianne Miedema sem kom Skyttunum yfir en Samantha Mewis jafnaði metin þegar tæpur hálftími var liðinn.

Staðan því 1-1 í hálfleik og virtist sem leiknum myndi ljúka þannig. Það er allt fram á 93. mínútu leiksins en Caroline Weir skoraði þá sigurmark leiksins og tryggði Man City stigin þrjú.

Staðan í deildinni er því þannig að Man Utd er á toppnum með 23 stig eftir níu leiki. Chelsea kemur þar á eftir með 20 stig eftir átta leiki. Arsenal er svo með 19 stig og City 18 stig en bæði lið hafa leikið níu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×