Fótbolti

Þjálfari Dortmund rekinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Favre er ekki lengur þjálfari Dortmund.
Favre er ekki lengur þjálfari Dortmund. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL

Borussia Dortmund hefur rekið Lucien Favre, þjálfara liðsins. Svo virðist sem 1-5 tap á heimavelli gegn Stuttgart í gær hafi verið kornið sem fyllti mælinn.

Í kjölfarið gagnrýndi Mats Hummels leikaðferð liðsins í leiknum og Favre hefur nú verið látinn fara samkvæmt þýska miðlinum Bild.

Dortmund er sem stendur fimm stigum á eftir toppliðum þýsku deildarinnar þegar ellefu umferðir eru liðnar. Það er ekki nægilega góður árangur að mati forráðamanna Dortmund en liðið hefur aðeins náð í 19 stig af þeim 33 mögulegum til þessa.

Þá skiptir litlu að liðið hafi unnið riðil sinn í Meistaradeild Evrópu og flogið inn í 16-liða úrslit keppninnar.

Favre er 63 ára gamall Svisslendingur sem hefur stýrt Borussia Dortmund frá því 2018. Þar áður þjálfaði hann Nice í Frakklandi ásamt Borrussia Mönchengladbach og Herthu Berlín í Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Kennir leikskipulaginu um niðurlægjandi tap

Óvænt úrslit urðu í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar stórlið Borussia Dortmund steinlág fyrir gamla stórveldinu Stuttgart, sem eru nú nýliðar í Bundesligunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×