Fótbolti

Leipzig tíma­bundið á toppinn á meðan Dort­mund stein­lá á heima­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dortmund fékk á sig fimm mörk og steinlá á heimavelli í dag.
Dortmund fékk á sig fimm mörk og steinlá á heimavelli í dag. EPA-EFE/LARS BARON

Tveimur áhugaverðum leikjum í toppbaráttu þýska boltans er nú lokið. Borussia Dortmund tapaði 1-5 á heimavelli á meðan RB Leipzig tyllti sér tímabundið á toppinn með 2-0 sigri á Werder Bremen.

Dortmund tók á móti Stuttgart og var lent undir á 26. mínútu er Silas Wamangituka Fundu kom gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að Emre Can braut á sér innan vítateigs. Bandaríska ungstirnið Giovanni Reyna jafnaði metin fyrir hálfleik og staðan 1-1 er fyrri hálfleik lauk.

Það virðist sem heimamenn hafi einfaldlega gleymt að koma út í síðari hálfleik en Fundu skoraði annað mark sitt og annað mark Stuttgart snemma í síðari hálfleik. Á 60. mínútu kom Philipp Foerster gestunum í 3-1 og þremur mínútum síðar var staðan orðin 4-1 eftir að Tanguy Coulibaly skoraði.

Það var svo Nicolas Gonzalez sem tryggði Stuttgart ótrúlegan 5-1 sigur í uppbótartíma.

RB Leipzig vann þægilegan 2-0 sigur á Bremen þökk sé mörkum Marcel Sabitzer og Daniel Olmo í fyrri hálfleik. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu.

Leipzig er nú á toppi deildarinnar með 24 stig en Bæjarar geta náð toppsætinu að nýju síðar í dag er þeir mæta Union Berlín. Dortmund er hins vegar í 5. sæti með 19 stig eftir afhroð dagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.