Erlent

Segir að bar­áttan við lofts­lags­vána muni skapa milljónir starfa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa. 
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa.  Vísir/EPA

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan.

Johnson sagði á fundinum í dag að sameinist ríki heimsins í að stuðla að sjálfbærri efnahagsuppsveiflu í kjölfar kórónuveirufaraldursins muni það skapa tækifæri fyrir vinnuaflið.

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hvatt í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Hann sagði að þegar hafi 38 ríki lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og kallaði hann eftir því að fleiri leiðtogar ríkja heims myndu fylgja því fordæmi.

„Við vitum að vísindaleg þróun muni leyfa okkur, í sameiningu sem mannkyni, að bjarga plánetunni okkar og skapa milljónir starfa á meðan við náum okkur af Covid,“ sagði Johnson í dag.


Tengdar fréttir

Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi

António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum.

Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.