Fótbolti

Birkir kom inn af bekknum og skoraði í sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Bjarnason er leikmaður Brescia.
Birkir Bjarnason er leikmaður Brescia. VÍSIR/GETTY

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason lék 22 mínútur í 3-1 sigri Brescia í ítölsku B-deildinni í dag. Nýtti hann tækifærið vel en miðjumaðurinn öflugi skoraði þriðja mark Brescia í leiknum.

Birkir hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Brescia í upphafi tímabils en eftir slæma byrjun á tímabilinu var þjálfari liðsins látinn fara. Birkir var á bekknum í dag er liðið lék sinn fyrsta leik eftir að þjálfarinn var látinn taka poka sinn.

Brescia tók á móti Salernitana í dag og var staðan 2-1 þegar Birkir kom inn á fyrir Antonio Ragusa, vinstri vængmann liðsins, á 68. mínútu leiksins. Birkir var ekki lengi að láta að sér kveða en aðeins sex mínútum síðar hafði hann skorað þriðja mark Brescia í leiknum og sitt fyrsta á tímabilinu.

Fór það svo að leiknum lauk með 3-1 sigri Brescia og vonandi er Birkir kominn í góðu bókina hjá nýjum þjálfara liðsins. Hólmbert Aron Friðjónsson er enn frá vegna meiðsla.

Brescia er í 11. sæti með 13 stig eftir ellefu leiki. Liðið er þó aðeins fjórum stigum frá 8. sætinu sem fer í umspil um sæti í efstu deild á næstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×