Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 09:30 Jose Mourinho með sínum leikmönnum eftir leikinn í gærkvöldi. AP/Kirsty Wigglesworth Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. Jose Mourinho var spurður út í óánægju í leikmannahópnum sínum eftir sigurinn á belgíska félaginu Royal Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en með honum tryggði Tottenham sér sigur í riðlinum. Það hefur gengið vel hjá Tottenham á þessu tímabili og Mourinho hefur haldið sig við svipað byrjunarlið allan tímann. Það hefur skilað liðinu á toppinn i ensku úrvalsdeildinni og í efsta sæti í Evrópuriðlinum. Í gær leyfði Mourinho sér að hvíla menn eins og framherjaparið Harry Kane og Son Heung-min. Þess í stað spiluðu Gareth Bale, Carlos Vinicius og Harry Winks. "I can't keep the squad happy."Jose Mourinho's admitted that it is impossible to keep his whole squad happy after making a host of changes for the Europa League win over Royal Antwerp. https://t.co/TRl2EcjNoU#bbcfootball pic.twitter.com/o0ZfAj80fd— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2020 Það mátti hins vegar sjá óánægð andlit. Harry Winks strunsaði inn í klefa eftir að honum var skipt útaf og varamaðurinn Dele Alli, fór líka inn í klefa eftir að Mourinho notaði sína fimmtu og síðustu skiptingu. Alli kom reyndar aftur til baka. „Ég get ekki haldið öllum í leikmannhópnum ánægðum. Ég trúi því að þeir séu ánægðir af því að liðið er að vinna en þeir eru ekki ánægðir af því að þeir fá ekki að spila,“ sagði Jose Mourinho við BT Sport eftir leikinn. „Ég sagði við alla leikmenn sem komu af velli að drífa sér í heita sturtu því það væri kalt. Sumir ákváðu að fara strax í sturtu en aðrir ekki,“ sagði Mourinho. „Það er bara ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum og hjá öllum félögum eru þeir leikmenn ósáttir sem fá ekki að spila.,“ sagði Mourinho en hann var spurður sérstaklega út í Dele Alli sem hefur aðeins spilað tvo leiki og í samtals 66 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Við skulum halda okkur við veruleikann. Leikmaður sem er á bekknum og sér að það er búið að nota alla fimm skiptingarnar eru auðvitað ekki ánægður. Ég býst heldur ekki við því að hann sé ánægður,“ sagði Jose Mourinho. Dele Alli hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og það var leikur á móti Everton í fyrstu umferð þar sem Mourinho tók hann af velli í hálfleik. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Jose Mourinho var spurður út í óánægju í leikmannahópnum sínum eftir sigurinn á belgíska félaginu Royal Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en með honum tryggði Tottenham sér sigur í riðlinum. Það hefur gengið vel hjá Tottenham á þessu tímabili og Mourinho hefur haldið sig við svipað byrjunarlið allan tímann. Það hefur skilað liðinu á toppinn i ensku úrvalsdeildinni og í efsta sæti í Evrópuriðlinum. Í gær leyfði Mourinho sér að hvíla menn eins og framherjaparið Harry Kane og Son Heung-min. Þess í stað spiluðu Gareth Bale, Carlos Vinicius og Harry Winks. "I can't keep the squad happy."Jose Mourinho's admitted that it is impossible to keep his whole squad happy after making a host of changes for the Europa League win over Royal Antwerp. https://t.co/TRl2EcjNoU#bbcfootball pic.twitter.com/o0ZfAj80fd— BBC Sport (@BBCSport) December 10, 2020 Það mátti hins vegar sjá óánægð andlit. Harry Winks strunsaði inn í klefa eftir að honum var skipt útaf og varamaðurinn Dele Alli, fór líka inn í klefa eftir að Mourinho notaði sína fimmtu og síðustu skiptingu. Alli kom reyndar aftur til baka. „Ég get ekki haldið öllum í leikmannhópnum ánægðum. Ég trúi því að þeir séu ánægðir af því að liðið er að vinna en þeir eru ekki ánægðir af því að þeir fá ekki að spila,“ sagði Jose Mourinho við BT Sport eftir leikinn. „Ég sagði við alla leikmenn sem komu af velli að drífa sér í heita sturtu því það væri kalt. Sumir ákváðu að fara strax í sturtu en aðrir ekki,“ sagði Mourinho. „Það er bara ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum og hjá öllum félögum eru þeir leikmenn ósáttir sem fá ekki að spila.,“ sagði Mourinho en hann var spurður sérstaklega út í Dele Alli sem hefur aðeins spilað tvo leiki og í samtals 66 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Við skulum halda okkur við veruleikann. Leikmaður sem er á bekknum og sér að það er búið að nota alla fimm skiptingarnar eru auðvitað ekki ánægður. Ég býst heldur ekki við því að hann sé ánægður,“ sagði Jose Mourinho. Dele Alli hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og það var leikur á móti Everton í fyrstu umferð þar sem Mourinho tók hann af velli í hálfleik.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira