Geimfararnir sem stefna á tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 13:10 Fimm geimfarar voru á fundi NASA í gær þar sem hópurinn var kynntur. Mike Pence, varaforseti, sagði að næstu geimfararnir til að ganga á tunglinu væru í hópnum. NASA/Kim Shiflett Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. Markmið NASA er að senda menn til tunglsins aftur árið 2024. Alls er búið að velja átján geimfara sem mynda Artemis-teymið. Þegar hópurinn var kynntur í gær sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að næstu geimfarar sem munu stíga niður fæti á yfirborði tunglsins væru í þessum hópi. Í hópnumn eru bæði geimfarar með mikla reynslu og aðrir sem eru yngri og reynsluminni. NASA mun vinna með alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum og á vef stofnunarinnar segir að fleiri erlendir geimfarar gætu bæst í hópinn í framtíðinni. Hér að neðan má sjá myndband sem NASA birti í gær þar sem hópurinn er kynntur. Frekari upplýsingar um geimfarana má svo finna hér, á vef NASA. Tveir þeirra, Victor Glover og Kate Rubins, eru nú stödd í alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Artemis áætlunin var nefnd í höfuð grísku gyðjunnar, sem er einnig systir Appolo. Það er nafn áætlunarinnar sem sneri að gömlu tunglferðunum. Markmiðið er að nota tunglið svo sem stökkpall fyrir frekari geimferðir lengra út í sólkerfið. Jafnvel stendur til að gera nýja heimstöð á braut um tunglið. Rannsóknir sýna að finna má ís í gígum á pólum tunglsins og þann ís má bæði nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför og halda við byggð manna á tunglinu. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Samkvæmt áætlunum NASA á að senda ómönnuð geimför á braut um tunglið strax á næsta ári og svo á að senda fjóra geimfara á braut um tunglið árið 2023. Því næst, fyrir árið 2025, á svo að senda tvo geimfara til tunglsins. Notast á við Space Launch System, eða SLS, eldflaugarnar og Orion geimfarið til að koma þessum geimförum til tunglsins. Þróun SLS hefur orðið fyrir töfum og miklum aukakostnaði en nú er hún sögð langt komin og stendur til að prófa að skjóta fyrstu eldflauginni á loft á næsta ári. Hún á að bera ómannað Orion geimfar. Forsvarsmenn NASA hafa þó lent í vandræðum vegna skorts á fjármagni til þróunar lendingarfara. Fyrirtækin Blue Origin, SpaceX og Dynetics vinna nú að þróun geimfara sem eiga að lenda með geimförum á tunglinu. Ef áætlun NASA á að ganga eftir þarf sú þróunarvinna að ganga hratt fyrir sig. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nýverið að verið væri að ræða við þingmenn um þá fjármögnun sem þyrfti. NASA hefur farið fram á 3,3 milljarða dala og samkvæmt frétt SpaceflightNow er óljóst hvort að ríkisstjórn Joes Biden muni taka vel í það að svo stöddu. Sérstaklega með tilliti til þeirra efnahagsvandræða sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur valdið. Tunglið Geimurinn Bandaríkin Vísindi Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. 10. desember 2020 08:15 Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11 Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Markmið NASA er að senda menn til tunglsins aftur árið 2024. Alls er búið að velja átján geimfara sem mynda Artemis-teymið. Þegar hópurinn var kynntur í gær sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, að næstu geimfarar sem munu stíga niður fæti á yfirborði tunglsins væru í þessum hópi. Í hópnumn eru bæði geimfarar með mikla reynslu og aðrir sem eru yngri og reynsluminni. NASA mun vinna með alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum og á vef stofnunarinnar segir að fleiri erlendir geimfarar gætu bæst í hópinn í framtíðinni. Hér að neðan má sjá myndband sem NASA birti í gær þar sem hópurinn er kynntur. Frekari upplýsingar um geimfarana má svo finna hér, á vef NASA. Tveir þeirra, Victor Glover og Kate Rubins, eru nú stödd í alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Artemis áætlunin var nefnd í höfuð grísku gyðjunnar, sem er einnig systir Appolo. Það er nafn áætlunarinnar sem sneri að gömlu tunglferðunum. Markmiðið er að nota tunglið svo sem stökkpall fyrir frekari geimferðir lengra út í sólkerfið. Jafnvel stendur til að gera nýja heimstöð á braut um tunglið. Rannsóknir sýna að finna má ís í gígum á pólum tunglsins og þann ís má bæði nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför og halda við byggð manna á tunglinu. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Samkvæmt áætlunum NASA á að senda ómönnuð geimför á braut um tunglið strax á næsta ári og svo á að senda fjóra geimfara á braut um tunglið árið 2023. Því næst, fyrir árið 2025, á svo að senda tvo geimfara til tunglsins. Notast á við Space Launch System, eða SLS, eldflaugarnar og Orion geimfarið til að koma þessum geimförum til tunglsins. Þróun SLS hefur orðið fyrir töfum og miklum aukakostnaði en nú er hún sögð langt komin og stendur til að prófa að skjóta fyrstu eldflauginni á loft á næsta ári. Hún á að bera ómannað Orion geimfar. Forsvarsmenn NASA hafa þó lent í vandræðum vegna skorts á fjármagni til þróunar lendingarfara. Fyrirtækin Blue Origin, SpaceX og Dynetics vinna nú að þróun geimfara sem eiga að lenda með geimförum á tunglinu. Ef áætlun NASA á að ganga eftir þarf sú þróunarvinna að ganga hratt fyrir sig. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nýverið að verið væri að ræða við þingmenn um þá fjármögnun sem þyrfti. NASA hefur farið fram á 3,3 milljarða dala og samkvæmt frétt SpaceflightNow er óljóst hvort að ríkisstjórn Joes Biden muni taka vel í það að svo stöddu. Sérstaklega með tilliti til þeirra efnahagsvandræða sem faraldur nýju kórónuveirunnar hefur valdið.
Tunglið Geimurinn Bandaríkin Vísindi Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. 10. desember 2020 08:15 Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11 Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08 Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. 10. desember 2020 08:15
Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. 16. nóvember 2020 11:31
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59
NASA leitar að fyrirtækjum til að sækja tunglgrjót Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, leitar nú að einkafyrirtæki til þess að fara til tunglsins og sækja jarðveg og tunglgrjót til frekari rannsókna. 11. september 2020 23:11
Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. 28. maí 2020 12:08
Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. 15. maí 2020 14:08