Conte reiður út í Capello: „Hugsaðu áður en þú spyrð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2020 15:31 Antonio Conte gat ekki leynt óánægju sinni eftir leikinn gegn Shakhtar Donetsk í gær. getty/Jonathan Moscrop Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var langt frá því að vera sáttur eftir að hans menn duttu út úr Meistaradeild Evrópu og reifst meðal annars við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali. Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Fyrir vikið endaði Inter í neðsta sæti B-riðils og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Eftir leikinn gegn Shakhtar mætti Conte í viðtal hjá Sky Sports þar sem Capello spurði hann nokkurra spurninga. Meðal þeirra var hvort Conte hefði ekki verið með neitt plan B í leiknum. Conte tók ekki vel í þá spurningu. „Hugsaðu áður en þú spyrð,“ svaraði Conte. „Jú, við vorum með plan B en ég mun ekki tala opinberlega um það því þá vita andstæðingar okkar af því og það verður gagnlaust.“ Eftir þetta stutta en vandræðalega viðtal sakaði Capello Conte um virðingarleysi. „Við fengum engar skýringar á leiknum. Það er auðvelt að koma hingað brosandi eftir sigur. En þú þarft að sýna öllum sem vinna í kringum fótboltann, fjölmiðlafólki og samherjum, meiri virðingu.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn á San Siro í gær sagði Conte að Inter hefði verið óheppið með dómgæslu í Meistaradeildinni í haust. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur þegar kemur að dómurum og VAR. Nú þegar við erum úr leik finnst mér ég þurfa að segja þetta: svo virðist sem Inter hafi ekki fengið nógu mikla virðingu, ef þú lítur til baka og horfir á atvikin sem voru ekki skoðuð eða metin,“ sagði Conte sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni á ferlinum. Capello stýrði AC Milan til sigurs í Meistaradeildinni 1994 og kom liðinu í úrslit keppninnar 1993 og 1995. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Fyrir vikið endaði Inter í neðsta sæti B-riðils og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Eftir leikinn gegn Shakhtar mætti Conte í viðtal hjá Sky Sports þar sem Capello spurði hann nokkurra spurninga. Meðal þeirra var hvort Conte hefði ekki verið með neitt plan B í leiknum. Conte tók ekki vel í þá spurningu. „Hugsaðu áður en þú spyrð,“ svaraði Conte. „Jú, við vorum með plan B en ég mun ekki tala opinberlega um það því þá vita andstæðingar okkar af því og það verður gagnlaust.“ Eftir þetta stutta en vandræðalega viðtal sakaði Capello Conte um virðingarleysi. „Við fengum engar skýringar á leiknum. Það er auðvelt að koma hingað brosandi eftir sigur. En þú þarft að sýna öllum sem vinna í kringum fótboltann, fjölmiðlafólki og samherjum, meiri virðingu.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn á San Siro í gær sagði Conte að Inter hefði verið óheppið með dómgæslu í Meistaradeildinni í haust. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur þegar kemur að dómurum og VAR. Nú þegar við erum úr leik finnst mér ég þurfa að segja þetta: svo virðist sem Inter hafi ekki fengið nógu mikla virðingu, ef þú lítur til baka og horfir á atvikin sem voru ekki skoðuð eða metin,“ sagði Conte sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni á ferlinum. Capello stýrði AC Milan til sigurs í Meistaradeildinni 1994 og kom liðinu í úrslit keppninnar 1993 og 1995. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti