Fimm mánaða fangelsi fyrir að sviðsetja hótanir og hatursorðræðu gegn sjálfri sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 22:53 Héraðsdómur í Osló komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til annars en að konan hafi sjálf sett á svið hótanir gegn sjálfri sér. EPA/Cornelius Poppe Kona á fertugsaldri í Osló hefur verið dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að falsa hatursorðræðu og sviðsetja hótanir gegn sjálfri sér. Konan er meðal annars dæmd fyrir að hafa krotað rasísk skilaboð á glugga íbúðarinnar þar sem hún býr og fyrir að kveikja eld fyrir utan heimili sitt. Konan, sem er 35 ára, er hlýtur dóm fyrir alls níu brot sem framin voru á tíu mánaða tímabili en þrír af fimm mánuðum fangelsisdómsins, sem féll í héraðsdómi í Osló, eru bundnir skilorði að því er fram kemur í frétt Avisa Oslo. Í tengslum við rannsókn málsins hafði lögreglan komið upp eftirlitsmyndavél fyrir utan blokkina þar sem konan býr, án hennar vitneskju. Ráða mátti af myndefninu að í tvígang í nóvember 2018, gekk manneskja út úr blokkinni sem gekk svo að glugganum og krotaði á hann ljót orð. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi konan sjálf verið að verki svo ekki væri um villst. Konan neitaði aftur á móti sök fyrir dómi og vildi meina að einhver annar hafi verið að verki. Þá er konan jafnframt fundin sek um að hafa ranglega sakað aðra konu um að hafa uppi umræddar hótanir gegn sér. Þá lýsir dómurinn því sem „sérstaklega alvarlegu“ að konan hafi haldið uppteknum hætti í tíu mánuði og framið níu brot. Alvarlegt þykir einnig að konan hafi sviðsett hatursglæpi sem jafnan eru rannsökuð sem forgangsmál hjá lögreglu. Mikill tími og mannafli lögreglunnar hafi farið í að rannsaka meinta glæpi sem síðan hafi reynst sviðsettir. Til viðbótar við fangelsisdóminn verður konunni gert að greiða húsfélaginu bætur sem nema um 32 þúsund íslenskum krónum og sem nemur tæpum 145 þúsund krónum í málskostnað. Noregur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Konan, sem er 35 ára, er hlýtur dóm fyrir alls níu brot sem framin voru á tíu mánaða tímabili en þrír af fimm mánuðum fangelsisdómsins, sem féll í héraðsdómi í Osló, eru bundnir skilorði að því er fram kemur í frétt Avisa Oslo. Í tengslum við rannsókn málsins hafði lögreglan komið upp eftirlitsmyndavél fyrir utan blokkina þar sem konan býr, án hennar vitneskju. Ráða mátti af myndefninu að í tvígang í nóvember 2018, gekk manneskja út úr blokkinni sem gekk svo að glugganum og krotaði á hann ljót orð. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi konan sjálf verið að verki svo ekki væri um villst. Konan neitaði aftur á móti sök fyrir dómi og vildi meina að einhver annar hafi verið að verki. Þá er konan jafnframt fundin sek um að hafa ranglega sakað aðra konu um að hafa uppi umræddar hótanir gegn sér. Þá lýsir dómurinn því sem „sérstaklega alvarlegu“ að konan hafi haldið uppteknum hætti í tíu mánuði og framið níu brot. Alvarlegt þykir einnig að konan hafi sviðsett hatursglæpi sem jafnan eru rannsökuð sem forgangsmál hjá lögreglu. Mikill tími og mannafli lögreglunnar hafi farið í að rannsaka meinta glæpi sem síðan hafi reynst sviðsettir. Til viðbótar við fangelsisdóminn verður konunni gert að greiða húsfélaginu bætur sem nema um 32 þúsund íslenskum krónum og sem nemur tæpum 145 þúsund krónum í málskostnað.
Noregur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira