Liðin mættust á Ítalíu í kvöld og það voru heimastúlkur sem voru sterkari í fyrri hálfleik. Þær komust verðskuldað yfir á 16. mínútu með marki Lina Hurtig.
Lyon jafnaði metin á 30. mínútu er liðið fékk ódýra vítaspyrnu. Úr henni skoraði Wendie Renard en Kadeisha Buchanan varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu og koma Juventus aftur yfir.
Þaning stóðu leikar í hálfleik en Sara Björk fór af velli eftir 58 mínútur. Tíu mínútum síðar jafnaði Melvine Malard metin og allt jafnt.
Sigurmarkið skoraði hin japanska Saki Kumagai tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og lokatölur 2-3. Liðin mætast á nýjan leik í næstu viku, þá á heimavelli ríkjandi meistarana í Frakklandi.
C est terminé au Juventus Stadium ! Menées au score à la pause, nos Lyonnaises ont su réagir pour inverser la tendance et revenir de Turin avec la victoire !
— OL Féminin (@OLfeminin) December 9, 2020
La #TeamOL prend une option sur la qualification avant le match retour à Lyon mardi prochain !
2-3 #JuveOL pic.twitter.com/eslMJwcmhh