Fótbolti

Instagram síða fjórða dómarans hökkuð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sebastian í græna jakkanum hér vinstri megin á myndinni. Hann komst ekki á Instagrammið sitt eftir leikinn í gær því tyrkneskir stuðningsmenn höfðu hakkað síðuna hans.
Sebastian í græna jakkanum hér vinstri megin á myndinni. Hann komst ekki á Instagrammið sitt eftir leikinn í gær því tyrkneskir stuðningsmenn höfðu hakkað síðuna hans. Julien Mattia/Getty

Fjórði dómarinn í leik PSG og Istanbul Basaksehir, Sebastian Coltescu, gerðist sekur um kynþáttafordóma í garð Pierre Webó, aðstoðaþjálfara Istanbul Basaksehir.

Dómari leiksins kom þá að bekk gestanna til að reka einn í starfsliði þeirra út af. Þá mun fjórði dómari leiksins hafa bent á Pierre Webó og notað niðrandi orð til að lýsa húðlit Webó.

Allt sauð upp úr í kjölfarið en Sebastian Coltescu, fjórði dómari, stóð í miðri skotlínunni. Demba Ba og fleiri leikmenn urðuðu yfir fjórða dómarann eftir hans niðrandi ummæli.

Tyrkneskir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir og Sebastian fékk að finna fyrir því í gær. Ekki bara fékk hann að heyra það á Twitter heldur var einnig Instagram síða hans hökkuð.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tyrkirnir gera netárás en þegar stóra uppvþottaburstamálið kom upp á Íslandi hér á síðasta ári varð allt vitlaust.

Leikurinn mun fara fram í kvöld en leiknar verða þær mínútur sem ekki náðist að klára í gær. Flautað verður til leiks, á ný, klukkan 18.00.

Klippa: Bæði lið gengu af velli í París

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×