Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2019 12:00 Siamang á flugvellinum með þvottaburstann á lofti. Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. Siamang var að bíða eftir flugi heim til Belgíu er hann sá Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrkja, hundeltan af fjölmiðlum um Leifsstöð. Hann sá sér leik á borði að hafa aðeins gaman, greip uppþvottaburstann sinn, skarst í leikinn og henti meira að segja í eina spurningu. Tyrkir héldu í fyrstu að um íslenskan blaðamann hefði verið að ræða en svo var nú ekki. Í gær kom í ljós að Siamang væri burstamaðurinn alræmdi og hafa Tyrkir beint reiði sinni að honum í kjölfarið. Það er talsvert áreiti sem hlýst af þeirri reiði eins og íslenskir fjölmiðlamenn fengu að kynnast um síðustu helgi.Tyrkir eru búnir að photoshoppa margar myndir af Belganum. Meðal annars þessa.Facebook-síða Siamang var meðal annars hökkuð en áður en það var gert hafði Belginn tjáð sig. „Þetta átti bara að vera grín og ég ætlaði ekki að móðga neinn. Þetta var bara brandari. Það eru engin lög gegn því að ég sé með uppþvottabursta,“ skrifaði Siamang en svo fór gamanið að kárna. „Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig.“ Líflátshótunum hefur rignt yfir Siamang síðan upp komst um hann. Svo er búið að gera síður með hans nafni á Twitter og Instagram sem ganga út á að gera grín að honum. Instagram-síðan hans var einnig hökkuð. Belgía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. Siamang var að bíða eftir flugi heim til Belgíu er hann sá Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrkja, hundeltan af fjölmiðlum um Leifsstöð. Hann sá sér leik á borði að hafa aðeins gaman, greip uppþvottaburstann sinn, skarst í leikinn og henti meira að segja í eina spurningu. Tyrkir héldu í fyrstu að um íslenskan blaðamann hefði verið að ræða en svo var nú ekki. Í gær kom í ljós að Siamang væri burstamaðurinn alræmdi og hafa Tyrkir beint reiði sinni að honum í kjölfarið. Það er talsvert áreiti sem hlýst af þeirri reiði eins og íslenskir fjölmiðlamenn fengu að kynnast um síðustu helgi.Tyrkir eru búnir að photoshoppa margar myndir af Belganum. Meðal annars þessa.Facebook-síða Siamang var meðal annars hökkuð en áður en það var gert hafði Belginn tjáð sig. „Þetta átti bara að vera grín og ég ætlaði ekki að móðga neinn. Þetta var bara brandari. Það eru engin lög gegn því að ég sé með uppþvottabursta,“ skrifaði Siamang en svo fór gamanið að kárna. „Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig.“ Líflátshótunum hefur rignt yfir Siamang síðan upp komst um hann. Svo er búið að gera síður með hans nafni á Twitter og Instagram sem ganga út á að gera grín að honum. Instagram-síðan hans var einnig hökkuð.
Belgía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18
Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30