Maguire: Ef þú getur ekki varist fyrirgjöfum þá tapar þú fótboltaleikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 23:00 David De Gea og Harry Maguire áttu ekki sinn besta leik í kvöld er Man Utd féll úr leik í Meistaradeild Evrópu. Ash Donelon/Getty Images Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var myrkur í máli er hann ræddi við BT Sport eftir 3-2 tap Man Utd fyrir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Tapið þýðir að United fer ekki áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Við byrjuðum leikinn of hægt, þetta var engan veginn nægilega gott. Við vorum ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar. Þeir setja tvær fyrirgjafir inn í vítateig og við ráðum ekki við það,“ sagði Maguire eftir leik. „Við verðum að horfa í eigin barm. Við grófum of djúpa holu. Við komumst nálægt því að koma til baka undir lokin en við byrjuðum leikinn of hægt. Við getum ekki haldið áfram að lenda undir leik eftir leik,“ sagði fyrirliðinn einnig. „Þriðja markið var það sem skipti sköpum en meira að segja 3-0 undir vorum við nálægt því að koma til baka. Ég vill ekki búa til afsakanir. Ef þú getur ekki varist fyrirgjöfum þá taparðu leikjum. Ég vil ekki horfa á skipulagið, það er ekki afsökun.“ „Þetta var erfiður riðill en við töldum að við gætum komist upp úr honum. Það er standardinn hjá þessu félagi. Mér líður ömurlega fyrir hönd allra, við lögðum hart að okkur til að komast í þessa keppni. Sama hvaða riðil við hefðum fengið þá hefði það verið erfitt. Við verðum að gera betur,“ sagði sá enski að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10 Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55 Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn of hægt, þetta var engan veginn nægilega gott. Við vorum ekki með fyrstu tuttugu mínúturnar. Þeir setja tvær fyrirgjafir inn í vítateig og við ráðum ekki við það,“ sagði Maguire eftir leik. „Við verðum að horfa í eigin barm. Við grófum of djúpa holu. Við komumst nálægt því að koma til baka undir lokin en við byrjuðum leikinn of hægt. Við getum ekki haldið áfram að lenda undir leik eftir leik,“ sagði fyrirliðinn einnig. „Þriðja markið var það sem skipti sköpum en meira að segja 3-0 undir vorum við nálægt því að koma til baka. Ég vill ekki búa til afsakanir. Ef þú getur ekki varist fyrirgjöfum þá taparðu leikjum. Ég vil ekki horfa á skipulagið, það er ekki afsökun.“ „Þetta var erfiður riðill en við töldum að við gætum komist upp úr honum. Það er standardinn hjá þessu félagi. Mér líður ömurlega fyrir hönd allra, við lögðum hart að okkur til að komast í þessa keppni. Sama hvaða riðil við hefðum fengið þá hefði það verið erfitt. Við verðum að gera betur,“ sagði sá enski að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10 Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55 Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. 8. desember 2020 22:10
Bæði lið gengu af velli í París | Myndbönd Upplausn í París þar sem İstanbul Başakşehir var í heimsókn hjá Paris Saint-Germain. Bæði lið gengu af velli eftir að fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. 8. desember 2020 20:55
Ronaldo skoraði tvívegis er Juventus pakkaði Barcelona saman Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni. 8. desember 2020 22:00