Innlent

Ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald: Rannsókn málsins miðar vel

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Myndskeið af líkamsárásinni var birt á Facebook-síðu bardagakappans. Þar var það í birtingu í vel á annan sólarhring áður en það var fjarlægt.
Myndskeið af líkamsárásinni var birt á Facebook-síðu bardagakappans. Þar var það í birtingu í vel á annan sólarhring áður en það var fjarlægt.

Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn í kjölfar þess að hafa birt myndskeið af sér ganga í skrokk á öðrum manni. Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu.

Myndskeiðið er tvær og hálf mínúta að lengd og sýnir manninn, sem er bardagaíþróttamaður, sparka í og berja annan mann. Hann var handtekinn eftir að myndbandið birtist á Facebook en var upphaflega sleppt.

Tveimur dögum seinna birtist annað myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem einhver virtist kasta bensínsprengju gegnum rúðu á fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Greint var frá því að bardagamaðurinn væri búsettur í umræddri íbúð.

Lögreglan fór í framhaldinu í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu, gerði húsleit og handtók tvo menn á þrítugsaldri, m.a. manninn sem um ræðir. Þá voru höfð afskipti af þremur karlmönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi.

Í kjölfar aðgerðanna var lýst eftir Ævari Annel Valgarðssyni, sem gaf sig fram fimm dögum seinna. 


Tengdar fréttir

Ævar Annel gaf sig fram

Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem lögregla hefur leitað síðan á föstudaginn, er kominn í leitirnar.

Móðir Ævars Annels biðlar til fólks að segja frá

Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum.

Húsleit og handtökur vegna bruna, líkamsárása og hótana

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu

Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×