Covid-19 viðvörunarkerfið kynnt til leiks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2020 10:48 Ísland er rautt í dag sem svarar til alvarlegs ástands á landinu. Covid.is Covid-19 viðvörunarkerfi hefur verið kynnt sem ætlað er að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis bjuggu til kerfið sem kynnt hefur verið á Covid.is. Kerfið byggir á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Litirnir eru fjórir; grár (nýja normið), gulur (vertu á verði), appelsínugulur (aukin hætta) og rauður (alvarlegt ástand). Grátt ástand - sóttvarnir í fyrirrúmi. Óveruleg áhrif á daglegt líf fólks. Almenningur þarf að sinna persónulegum sóttvörnum og fara með gát. Grár er lægsta hættustigið og áhrifin eru einna helst á ferðir fólks milli landa, stærri samkomur og daglegt hreinlæti. Við þessar aðstæður mun ákveðin starfsemi þurfa að búa við skerðingar til lengri tíma. Grár er nýja normið okkar á meðan heimsfaraldurinn stendur yfir. Grátt ástand. Gult ástand - hertar sóttvarnir. Nokkur eða staðbundin áhrif á daglegt líf fólks, sem og takmarkanir á þjónustu og samkomum. Aukin hætta er á sýkingum, en þó þannig að sóttvarnaaðgerðir eru sértækar og er beint að þeim stöðum og þjónustu þar sem sýkingarhættan er mest. Fólk í áhættuhópum þarf að sýna aukna aðgát sem og þjónustuaðilar viðkvæmra hópa. Gult ástand. Appelsínugult ástand - mikil fjöldatakmörkun. Miðlungs eða miklar líkur á að faraldurinn hafi veruleg áhrif á samfélagið og daglegar athafnir fólks. Skerðing á þjónustu og samkomum er töluverð, sýkingarhætta hefur aukist og fólk beðið að halda sig innan síns nána tengslahóps og fara sérstaklega varlega í kringum einstaklinga í viðkvæmum hópum. Hætta er á að heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi. Appelsínugult ástand. Rautt ástand - mikil fjöldatakmörkun. Miklar líkur á mjög miklum samfélagslegum áhrifum. Strangar og íþyngjandi sóttvarnaaðgerðir á samkomum og jafnvel ferðum fólks innanlands. Mikil hætta á smitum og fólk beðið að halda sig innan síns nánasta tengslahóps og fara sérstaklega varlega í þjónustu og umgengni við viðkvæma hópa. Heilbrigðiskerfið er við þolmörk og álag á viðbragðsaðila mikið. Rautt ástand. Sem stendur er rautt ástand á Íslandi. Í rauðu ástandi miðast fjöldatakmarkanir við 5-20 manns, fyrirvari breytinga er þrír dagar, samvera er aðeins með nánasta fólki og tveggja metra fjarlægðatakmörk í gildi. Hér má sjá viðmið fyrir leik- og grunnskóla í rauðu ástandi. Fleiri þættir eru skilgreindir á Covid.is svo sem efri skólastig og tómstundastarf. Þá má sjá viðmið fyrir skólastarf miðað við hvert ástand. Litakerfi fyrir íþróttir Á Covid.is í morgun var auk þess birt tafla yfir íþróttagreinar sem skilgreindar eru í þrjá flokka. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum var taflan birt fyrir mistök en enn er verið að leggja lokahönd á að flokka íþróttagreinar eftir smithættu. Fram kom í töflunni, sem nú hefur verið fjarlægð, að í flokknum lág áhætta voru íþróttagreinar eins og badminton, borðtennis, dans, áhaldafimleikar, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, hjólreiðar og fleira. Í flokknum meðaláhættu voru blak, hópfimleikar, knattspyrnu utan dyra, skylmingar og krulla. Í flokknum meiri áhætta voru greinar á borð við glímu, bandý, handbolta, hnefaleika, íshokkí, júdó, knattspyrna inni, körfubolti, skvass og fleiri. Taflan hefur verið fjarlægð af vefnum Covid.is þar sem ekki var um lokaútgáfu að ræða. Enn er verið að leggja lokahönd á litakerfið fyrir íþróttir. Nánar má kynna sér fyrirkomulagið á Covid.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Litakóðakerfi vegna Covid-19 samþykkt Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka upp Covid-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum. Tillaga þessi kom frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis og svipar veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 14:39 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Vill skýra langtímaáætlun um sóttvarnir til loka faraldursins Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnvöld setji fram skýra langtímaáætlun um hvernig haga eigi sóttvörnum til enda kórónuveirufaraldursins. 26. nóvember 2020 09:24 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis bjuggu til kerfið sem kynnt hefur verið á Covid.is. Kerfið byggir á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Litirnir eru fjórir; grár (nýja normið), gulur (vertu á verði), appelsínugulur (aukin hætta) og rauður (alvarlegt ástand). Grátt ástand - sóttvarnir í fyrirrúmi. Óveruleg áhrif á daglegt líf fólks. Almenningur þarf að sinna persónulegum sóttvörnum og fara með gát. Grár er lægsta hættustigið og áhrifin eru einna helst á ferðir fólks milli landa, stærri samkomur og daglegt hreinlæti. Við þessar aðstæður mun ákveðin starfsemi þurfa að búa við skerðingar til lengri tíma. Grár er nýja normið okkar á meðan heimsfaraldurinn stendur yfir. Grátt ástand. Gult ástand - hertar sóttvarnir. Nokkur eða staðbundin áhrif á daglegt líf fólks, sem og takmarkanir á þjónustu og samkomum. Aukin hætta er á sýkingum, en þó þannig að sóttvarnaaðgerðir eru sértækar og er beint að þeim stöðum og þjónustu þar sem sýkingarhættan er mest. Fólk í áhættuhópum þarf að sýna aukna aðgát sem og þjónustuaðilar viðkvæmra hópa. Gult ástand. Appelsínugult ástand - mikil fjöldatakmörkun. Miðlungs eða miklar líkur á að faraldurinn hafi veruleg áhrif á samfélagið og daglegar athafnir fólks. Skerðing á þjónustu og samkomum er töluverð, sýkingarhætta hefur aukist og fólk beðið að halda sig innan síns nána tengslahóps og fara sérstaklega varlega í kringum einstaklinga í viðkvæmum hópum. Hætta er á að heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi. Appelsínugult ástand. Rautt ástand - mikil fjöldatakmörkun. Miklar líkur á mjög miklum samfélagslegum áhrifum. Strangar og íþyngjandi sóttvarnaaðgerðir á samkomum og jafnvel ferðum fólks innanlands. Mikil hætta á smitum og fólk beðið að halda sig innan síns nánasta tengslahóps og fara sérstaklega varlega í þjónustu og umgengni við viðkvæma hópa. Heilbrigðiskerfið er við þolmörk og álag á viðbragðsaðila mikið. Rautt ástand. Sem stendur er rautt ástand á Íslandi. Í rauðu ástandi miðast fjöldatakmarkanir við 5-20 manns, fyrirvari breytinga er þrír dagar, samvera er aðeins með nánasta fólki og tveggja metra fjarlægðatakmörk í gildi. Hér má sjá viðmið fyrir leik- og grunnskóla í rauðu ástandi. Fleiri þættir eru skilgreindir á Covid.is svo sem efri skólastig og tómstundastarf. Þá má sjá viðmið fyrir skólastarf miðað við hvert ástand. Litakerfi fyrir íþróttir Á Covid.is í morgun var auk þess birt tafla yfir íþróttagreinar sem skilgreindar eru í þrjá flokka. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum var taflan birt fyrir mistök en enn er verið að leggja lokahönd á að flokka íþróttagreinar eftir smithættu. Fram kom í töflunni, sem nú hefur verið fjarlægð, að í flokknum lág áhætta voru íþróttagreinar eins og badminton, borðtennis, dans, áhaldafimleikar, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, hjólreiðar og fleira. Í flokknum meðaláhættu voru blak, hópfimleikar, knattspyrnu utan dyra, skylmingar og krulla. Í flokknum meiri áhætta voru greinar á borð við glímu, bandý, handbolta, hnefaleika, íshokkí, júdó, knattspyrna inni, körfubolti, skvass og fleiri. Taflan hefur verið fjarlægð af vefnum Covid.is þar sem ekki var um lokaútgáfu að ræða. Enn er verið að leggja lokahönd á litakerfið fyrir íþróttir. Nánar má kynna sér fyrirkomulagið á Covid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Litakóðakerfi vegna Covid-19 samþykkt Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka upp Covid-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum. Tillaga þessi kom frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis og svipar veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 14:39 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Vill skýra langtímaáætlun um sóttvarnir til loka faraldursins Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnvöld setji fram skýra langtímaáætlun um hvernig haga eigi sóttvörnum til enda kórónuveirufaraldursins. 26. nóvember 2020 09:24 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Litakóðakerfi vegna Covid-19 samþykkt Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka upp Covid-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum. Tillaga þessi kom frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis og svipar veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 14:39
Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31
Vill skýra langtímaáætlun um sóttvarnir til loka faraldursins Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnvöld setji fram skýra langtímaáætlun um hvernig haga eigi sóttvörnum til enda kórónuveirufaraldursins. 26. nóvember 2020 09:24