Trump segir Rudy Giuliani kominn með Covid-19 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 20:48 Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trump AP/Jacqueline Larma Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur greinst með Covid-19. Frá þessu greinir Trump á Twitter. Giuliani, sem er 76 ára, hefur verið í fararbroddi baráttu Trumps fyrir því að snúa við niðurstöðum forsetakosninganna fyrir mánuði. Ekki kemur fram í tísti Trump hvenær Giuliani greindist eða hvort hann væri með einkenni. „Rudy Giuliani, langbesti borgarstjóri New York fyrr og síðar, og sá sem hefur verið óþreytandi í baráttunni að koma upp um langspilltustu kosningar í sögu Bandaríkjanna hefur greinst með Kína-vírusinn,“ segir Trump og notaði umdeilt orð yfir kórónuvírusinn. „Góðan bata Rudy, við höldum baráttunni áfram.“ Færslu Trump má sjá að neðan. .@RudyGiuliani, by far the greatest mayor in the history of NYC, and who has been working tirelessly exposing the most corrupt election (by far!) in the history of the USA, has tested positive for the China Virus. Get better soon Rudy, we will carry on!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 6, 2020 Trump greindist sjálfur með Covid-19 í október og dvaldi í þrjá daga á sjúkrahúsi í nágrenni Washington DC. Að minnsta kosti fjörutíu manns í nærumhverfi Trump hafa greinst með Covid-19 síðan í lok september. Þeirra á meðal Melania Trump forsetafrú, sonur hennar Barron, Donald Trump yngri auk ráðgjafa og repúblikana. Samkvæmt Johns Hopkins sjúkrahúsinu greindust tæplega 214 þúsund smitaðir vestanhafs í gær. 2254 létu lífið í gær í Bandaríkjunum af völdum Covid-19. Alls hafa rúmlega 280 þúsund manns vestan hafs látist og 14,6 milljónir smitast. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Giuliani, sem er 76 ára, hefur verið í fararbroddi baráttu Trumps fyrir því að snúa við niðurstöðum forsetakosninganna fyrir mánuði. Ekki kemur fram í tísti Trump hvenær Giuliani greindist eða hvort hann væri með einkenni. „Rudy Giuliani, langbesti borgarstjóri New York fyrr og síðar, og sá sem hefur verið óþreytandi í baráttunni að koma upp um langspilltustu kosningar í sögu Bandaríkjanna hefur greinst með Kína-vírusinn,“ segir Trump og notaði umdeilt orð yfir kórónuvírusinn. „Góðan bata Rudy, við höldum baráttunni áfram.“ Færslu Trump má sjá að neðan. .@RudyGiuliani, by far the greatest mayor in the history of NYC, and who has been working tirelessly exposing the most corrupt election (by far!) in the history of the USA, has tested positive for the China Virus. Get better soon Rudy, we will carry on!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 6, 2020 Trump greindist sjálfur með Covid-19 í október og dvaldi í þrjá daga á sjúkrahúsi í nágrenni Washington DC. Að minnsta kosti fjörutíu manns í nærumhverfi Trump hafa greinst með Covid-19 síðan í lok september. Þeirra á meðal Melania Trump forsetafrú, sonur hennar Barron, Donald Trump yngri auk ráðgjafa og repúblikana. Samkvæmt Johns Hopkins sjúkrahúsinu greindust tæplega 214 þúsund smitaðir vestanhafs í gær. 2254 létu lífið í gær í Bandaríkjunum af völdum Covid-19. Alls hafa rúmlega 280 þúsund manns vestan hafs látist og 14,6 milljónir smitast.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira