Fótbolti

Fyrstur til að fara taplaus í gegnum fyrstu tíu leikina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pirlo fagnar sigri.
Pirlo fagnar sigri. vísir/Getty

Andrea Pirlo er á sínu fyrsta ári í þjálfun og hefur enn ekki upplifað það að tapa deildarleik.

Pirlo, sem átti mjög sigursælan leikmannaferil, fékk stórt tækifæri í sumar þegar hann var ráðinn knattspyrnustjóri Juventus og ráku margir upp stór augu enda Pirlo ekki með neina reynslu úr þjálfun.

Hann er strax búinn að skrá sig á spjöld sögunnar en enginn þjálfari hefur farið taplaus í gegnum fyrstu tíu leiki sína sem nýr þjálfari í ítölsku úrvalsdeildinni frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp.

Vissulega sterk byrjun að vera taplaus í fyrstu tíu leikjunum en Juventus hefur reyndar gert fimm jafntefli í fyrstu tíu leikjunum og er því þremur stigum á eftir toppliði AC Milan, sem einnig er taplaust.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Mögnuð endurkoma Juventus í nágrannaslagnum

Ítalíumeistarar Juventus lentu í kröppum dansi þegar þeir fengu nágranna sína í Torino í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×