Bætir í kuldakastið eftir því sem líður á daginn fyrir norðan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 14:00 Sólin sleikti toppinn á Bláfjalli í Mývatnssveit í dag í tólf stiga frosti. Rosabaugur lét einnig sjá sig. Mynd/Ragnhildir Hólm Sigurðardóttir Fastlega má gera ráð fyrir því að það kólni enn frekar á Norðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Lægsti hitastig á láglendi sem mælst hefur í dag var á Hvanneyri. Vel hefur gengið að veita heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu. Spáð hafði verið talsverðu kuldakasti nú um helgina og reiknað var með mesta kuldanum í morgunsárið. Það sem af er degi hefur hitastig mælst lægst á Hvanneyri, -16,8 gráður. Einnig hefur verið kalt á Þingvöllum og Húsafelli, þar sem kuldinn hefur lægst farið niður í -16,1 gráðu. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt en þó hefur vel gengið að veita heitu vatni samkvæmt tilkynningu frá Veitum. Höfuðborgarbúar voru beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Virðast þeir hafa fylgt þeim tilmælum en noktun hefur ekki náð þeim hæðum sem Veitur reiknuðu með. Álagið verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld og því er fólk áfram hvatt til að fara sparlega með heita vatnið Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi -23,8 gráður. Kuldapollar sem hreyfast ekki neitt Á Norðausturlandi hefur einnig verið kalt í dag og var frostið um -10 gráður á Akureyri um hádegisbilið. Frekar er þó gert ráð fyrir að það kólni enn frekar þar eftir því sem líður á daginn. „Ég held að hitatölur gætu enn átt að fara neðar á Norðausturlandi. Það er enn ekki búið að ná hámarki kuldakastið þar, segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hvað veldur? „Það er af því að það var skýjað og norðanátt þar. Með þessari norðanátt síðustu daga hefur borist mjög kaldur loftmassi yfir landið. Svo þegar lægir og léttir til þá er grunnt lag af lofti alveg næst jörðu sem að kólnar vegna útgeislunar í skammdeginu. Sólinn er náttúrulega ekki að gera neitt gagn núna. Það er kalt á Akureyri, og gæti farið kólnandi.Vísir/Tryggvi Það myndast svokallað hitahvarf og þá verður alltaf kaldara og kaldara þetta neðsta lag. Það verður þyngra og þyngra eftir því sem það kólnar og þá haggast það ekki neitt. Þegar þetta tvennt spilar saman, að loftmassinn er kaldur eftir norðanáttina og það lægir og léttir til, þá er þetta neðsta lag bara í friði að kólna og hreyfist ekki neitt,“ segir Teitur. Veðurhorfur á landinu Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en 5-10 m/s og stöku él með suðvestur- og vesturströndinni seinnipartinn. Frost 3 til 17 stig, kaldast í innsveitum. Gengur í austan 8-15 m/s á Suður- og Vesturlandi síðdegis á morgun og snjókoma með köflum, en slydda eða rigning á láglendi um kvöldið og hlánar. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, áfram bjart og kalt veður á þeim slóðum. Hitastaðan yfir landinu klukkan 18 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum, einkum vestast á landinu. Hiti 0 til 4 stig. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi og frost 1 til 7 stig. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil snjókoma af og til, en rigning með suðurströndinni. Þurrt að kalla norðaustanlands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst. Á miðvikudag: Suðaustan 13-18 og rigning eða slydda, Hiti 1 til 6 stig. Heldur hægari vindur og dálítil snjókoma um landið norðanvert, hiti um frostmark. Á fimmtudag og föstudag: Austlæg átt og rigning með köflum sunnantil á landinu, en þurrt norðanlands. Hiti 2 til 7 stig. Veður Akureyri Tengdar fréttir Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Spáð hafði verið talsverðu kuldakasti nú um helgina og reiknað var með mesta kuldanum í morgunsárið. Það sem af er degi hefur hitastig mælst lægst á Hvanneyri, -16,8 gráður. Einnig hefur verið kalt á Þingvöllum og Húsafelli, þar sem kuldinn hefur lægst farið niður í -16,1 gráðu. Í höfuðborginni hefur einnig verið kalt en þó hefur vel gengið að veita heitu vatni samkvæmt tilkynningu frá Veitum. Höfuðborgarbúar voru beðnir um að spara heita vatnið um helgina. Virðast þeir hafa fylgt þeim tilmælum en noktun hefur ekki náð þeim hæðum sem Veitur reiknuðu með. Álagið verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld og því er fólk áfram hvatt til að fara sparlega með heita vatnið Mesta frost sem mælst hefur á landinu í dag var á Dyngjujökli þar sem veðurstöð Veðurstofunnar mældi -23,8 gráður. Kuldapollar sem hreyfast ekki neitt Á Norðausturlandi hefur einnig verið kalt í dag og var frostið um -10 gráður á Akureyri um hádegisbilið. Frekar er þó gert ráð fyrir að það kólni enn frekar þar eftir því sem líður á daginn. „Ég held að hitatölur gætu enn átt að fara neðar á Norðausturlandi. Það er enn ekki búið að ná hámarki kuldakastið þar, segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hvað veldur? „Það er af því að það var skýjað og norðanátt þar. Með þessari norðanátt síðustu daga hefur borist mjög kaldur loftmassi yfir landið. Svo þegar lægir og léttir til þá er grunnt lag af lofti alveg næst jörðu sem að kólnar vegna útgeislunar í skammdeginu. Sólinn er náttúrulega ekki að gera neitt gagn núna. Það er kalt á Akureyri, og gæti farið kólnandi.Vísir/Tryggvi Það myndast svokallað hitahvarf og þá verður alltaf kaldara og kaldara þetta neðsta lag. Það verður þyngra og þyngra eftir því sem það kólnar og þá haggast það ekki neitt. Þegar þetta tvennt spilar saman, að loftmassinn er kaldur eftir norðanáttina og það lægir og léttir til, þá er þetta neðsta lag bara í friði að kólna og hreyfist ekki neitt,“ segir Teitur. Veðurhorfur á landinu Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en 5-10 m/s og stöku él með suðvestur- og vesturströndinni seinnipartinn. Frost 3 til 17 stig, kaldast í innsveitum. Gengur í austan 8-15 m/s á Suður- og Vesturlandi síðdegis á morgun og snjókoma með köflum, en slydda eða rigning á láglendi um kvöldið og hlánar. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, áfram bjart og kalt veður á þeim slóðum. Hitastaðan yfir landinu klukkan 18 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða snjókoma með köflum, einkum vestast á landinu. Hiti 0 til 4 stig. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi og frost 1 til 7 stig. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil snjókoma af og til, en rigning með suðurströndinni. Þurrt að kalla norðaustanlands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst. Á miðvikudag: Suðaustan 13-18 og rigning eða slydda, Hiti 1 til 6 stig. Heldur hægari vindur og dálítil snjókoma um landið norðanvert, hiti um frostmark. Á fimmtudag og föstudag: Austlæg átt og rigning með köflum sunnantil á landinu, en þurrt norðanlands. Hiti 2 til 7 stig.
Veður Akureyri Tengdar fréttir Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39 Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Frost á bilinu þrjú til sextán stig í dag Það verður nokkuð kalt í veðri í dag, en frostið verður yfirleitt á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðanlands. 5. desember 2020 07:39
Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4. desember 2020 07:01