Innlent

Grunur um sóttvarnarbrot á sýningu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla rannsakar málið.
Lögregla rannsakar málið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan hefur nú til rannsóknar mögulegt brot á sóttvarnareglum eftir að sextán manna hópur mætti á sýningu í miðborg Reykjavíkur.

Þetta kom fram í dagbók lögreglu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um ferðamannahóp að ræða sem mætti á skipulagða sýningu.

Lögregla fékk tilkynningu um hugsanlegt brot á sóttvarnarreglum vegna hópsins, en gildandi sóttvarnarreglugerð mælir fyrir um tíu manna samkomubann.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið nú til rannsóknar en lögregla gefur ekki upp hvar umrædd sýning átti sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×