Fótbolti

Hertha hafði betur í bar­áttunni um Ber­lín

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Hertha Berlín fagna því að komast yfir í leik kvöldsins.
Leikmenn Hertha Berlín fagna því að komast yfir í leik kvöldsins. Maja Hitij/Getty Images

Hertha og Union Berlín mættust í sannkölluðum Berlínar-slag í þýsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 3-1 heimamönnum í Hertha vil.

Taiwo Awoniyi kom gestunum í Union Berlín yfir á 20. mínútu leiksins en Adam var ekki lengi í paradís. Robert Andrich fékk beint rautt spjald aðeins þremur mínútum þegar boltinn var skoppandi á vellinum Andrich hoppaði og lyfti fætinum í andlit Lucas Tousart sem lá kylliflatur eftir.

Gestirnir manni færri það sem eftir lifði leik. Þeir héldu þó út fram að hálfleik en eftir aðeins sex mínútna leik í þeim síðari jafnaði Peter Pekarik metin fyrir heimamenn. Krzysztof Piątek skoraði svo tvívegis á 74. og 77 mínútu leiksins og tryggði Hertha Berlin sigur og montréttinn í leiðinni.

Herha er nú í 11. sæti deildarinnar með 11 stig að tíu leikjum loknum en Union Berlin er í 6. sæti með 16 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.