Fótbolti

Fyrir­liði Noregs ó­sáttur með norska knatt­spyrnu­sam­bandið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefan Johansen ásamt fjöldi norskra leikmanna hlusta á Lars.
Stefan Johansen ásamt fjöldi norskra leikmanna hlusta á Lars. Trond Tandberg/Getty Images

Stefan Johansen er ekki sáttur með norska sambandið hvernig það stóð að þjálfaraskiptunum hjá Noregi í gær.

Fyrirliði norska landsliðsins í fótbolta er ekki par hrifinn af því hvernig norska knattspyrnusambandið tilkynnti um þjálfaraskiptin í gær.

Lars Lagerbäck var rekinn úr starfi sínu sem þjálfari liðsins og við tók Norðmaðurinn Ståle Solbakken. Fyrst um sinn var eins og Lars hafði hætt sjálfur en hann staðfesti að hann hefði verið rekinn.

Fyrirliðinn, Stefan Johansen, er ekki ánægður með hvernig norska sambandið ákvað að tilkynna þetta og segir að það sé stór munur á því hvort að Lars hefði hætt sjálfur eða hafi einfaldlega verið rekinn.

„Mér fannst það skrýtið að við fengum skilaboð frá stjórn sambandsins þar sem stóð að Lars væri hættur. Ég túlkaði þetta þannig að hann hefði hætt sjálfur en svo fáum við að vita að hann var rekinn,“ sagði Stefan til VG.

„Mér finnst þetta léleg samskipti. Við áttum að fá að vita að þetta hafi gerst. Þetta var rangt að gera þetta svona. Það er smá munur á því að maður getur ekki meira eða hafi einfaldlega verið rekinn.“

Gro Anderssen, samskiptastjóri norska sambandsins, segir við VG að Stefan hafi átt að vera á símafundi skömmu fyrir blaðamannafundinn en sambandið náði ekki á hann.

Ståle tekur formlega við norska liðinu 7. desember en samningur hans er til ársins 2024.


Tengdar fréttir

„Áfram Ísland“ en Lars veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér

Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir framtíð sína algjörlega óráðna. „Áfram Ísland“ segir sá sænski í svari við fyrirspurn Vísis. Lagerbäck var sagt upp störfum sem þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu í morgun.

Lars Lagerbäck var rekinn

Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið.

Lars hættur með Noreg

Lars Lagerbäck er hættur sem þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta. Við starfi hans tekur Ståle Solbakken.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×