Lars Lagerbäck var rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck vann 21 leik sem landsþjálfari Íslands en 18 leiki sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. Tími Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Norðmann endaði ekki eins vel og þegar hann var með íslenska landsliðið og kvaddi eftir leik í átta liða úrslitum á EM. „Eftir samtal okkar og með ósk frá norska sambandinu, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ skrifaði Lars Lagerbäck. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Svíinn staðfestir því að hann hafi í raun verið rekinn. Lars Lagerbäck bekrefter at han fikk sparken https://t.co/st7qAVqXNt— VG (@vgnett) December 3, 2020 Lagerbäck segir þar að árið 2020 hafi ekki verið gott ár hvað varðar árangur og afrek. Hann segir að liðið hafi klikkað að vera upp á sitt besta þegar það skipti mestu máli auk þess að tveir frestaðir leikir hafi rænt möguleikanum á því að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. „Svona er fótboltinn stundum,“ skrifaði Lars Lagerbäck sem var búinn að þjálfa norska liðið síðan í febrúar 2017. Norska liðið átti möguleika á því að tryggja sig inn á EM í gegnum umspilið eins og Ísland en sat eftir strax í undanúrslitunum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. „Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár, skrifaði“ Lagerbäck sem hrósaði bæði sambandinu og landsliðsmönnunum fyrir vinnu sína. Hann endar síðan með því að senda Norðmönnum smá skilaboð. „Að lokum. Ekki gleyma því hvernig þú vinnur fótboltaleiki,“ skrifaði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu alls 35 sinnum. Liðið vann átján af þessum leikjum og tapaði aðeins átta sinnum. Markatalan var 61-35 norska liðinu í vil. Lagerbäck fékk fleiri stig í leik sem þjálfari Norðmanna (1,286) en sem þjálfari íslenska landsliðsins (1,0) og sænska landsliðsins (1,156). Norski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
Tími Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Norðmann endaði ekki eins vel og þegar hann var með íslenska landsliðið og kvaddi eftir leik í átta liða úrslitum á EM. „Eftir samtal okkar og með ósk frá norska sambandinu, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ skrifaði Lars Lagerbäck. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Svíinn staðfestir því að hann hafi í raun verið rekinn. Lars Lagerbäck bekrefter at han fikk sparken https://t.co/st7qAVqXNt— VG (@vgnett) December 3, 2020 Lagerbäck segir þar að árið 2020 hafi ekki verið gott ár hvað varðar árangur og afrek. Hann segir að liðið hafi klikkað að vera upp á sitt besta þegar það skipti mestu máli auk þess að tveir frestaðir leikir hafi rænt möguleikanum á því að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. „Svona er fótboltinn stundum,“ skrifaði Lars Lagerbäck sem var búinn að þjálfa norska liðið síðan í febrúar 2017. Norska liðið átti möguleika á því að tryggja sig inn á EM í gegnum umspilið eins og Ísland en sat eftir strax í undanúrslitunum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. „Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár, skrifaði“ Lagerbäck sem hrósaði bæði sambandinu og landsliðsmönnunum fyrir vinnu sína. Hann endar síðan með því að senda Norðmönnum smá skilaboð. „Að lokum. Ekki gleyma því hvernig þú vinnur fótboltaleiki,“ skrifaði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu alls 35 sinnum. Liðið vann átján af þessum leikjum og tapaði aðeins átta sinnum. Markatalan var 61-35 norska liðinu í vil. Lagerbäck fékk fleiri stig í leik sem þjálfari Norðmanna (1,286) en sem þjálfari íslenska landsliðsins (1,0) og sænska landsliðsins (1,156).
Norski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira