Lars Lagerbäck var rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck vann 21 leik sem landsþjálfari Íslands en 18 leiki sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. Tími Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Norðmann endaði ekki eins vel og þegar hann var með íslenska landsliðið og kvaddi eftir leik í átta liða úrslitum á EM. „Eftir samtal okkar og með ósk frá norska sambandinu, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ skrifaði Lars Lagerbäck. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Svíinn staðfestir því að hann hafi í raun verið rekinn. Lars Lagerbäck bekrefter at han fikk sparken https://t.co/st7qAVqXNt— VG (@vgnett) December 3, 2020 Lagerbäck segir þar að árið 2020 hafi ekki verið gott ár hvað varðar árangur og afrek. Hann segir að liðið hafi klikkað að vera upp á sitt besta þegar það skipti mestu máli auk þess að tveir frestaðir leikir hafi rænt möguleikanum á því að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. „Svona er fótboltinn stundum,“ skrifaði Lars Lagerbäck sem var búinn að þjálfa norska liðið síðan í febrúar 2017. Norska liðið átti möguleika á því að tryggja sig inn á EM í gegnum umspilið eins og Ísland en sat eftir strax í undanúrslitunum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. „Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár, skrifaði“ Lagerbäck sem hrósaði bæði sambandinu og landsliðsmönnunum fyrir vinnu sína. Hann endar síðan með því að senda Norðmönnum smá skilaboð. „Að lokum. Ekki gleyma því hvernig þú vinnur fótboltaleiki,“ skrifaði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu alls 35 sinnum. Liðið vann átján af þessum leikjum og tapaði aðeins átta sinnum. Markatalan var 61-35 norska liðinu í vil. Lagerbäck fékk fleiri stig í leik sem þjálfari Norðmanna (1,286) en sem þjálfari íslenska landsliðsins (1,0) og sænska landsliðsins (1,156). Norski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Tími Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Norðmann endaði ekki eins vel og þegar hann var með íslenska landsliðið og kvaddi eftir leik í átta liða úrslitum á EM. „Eftir samtal okkar og með ósk frá norska sambandinu, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ skrifaði Lars Lagerbäck. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Svíinn staðfestir því að hann hafi í raun verið rekinn. Lars Lagerbäck bekrefter at han fikk sparken https://t.co/st7qAVqXNt— VG (@vgnett) December 3, 2020 Lagerbäck segir þar að árið 2020 hafi ekki verið gott ár hvað varðar árangur og afrek. Hann segir að liðið hafi klikkað að vera upp á sitt besta þegar það skipti mestu máli auk þess að tveir frestaðir leikir hafi rænt möguleikanum á því að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. „Svona er fótboltinn stundum,“ skrifaði Lars Lagerbäck sem var búinn að þjálfa norska liðið síðan í febrúar 2017. Norska liðið átti möguleika á því að tryggja sig inn á EM í gegnum umspilið eins og Ísland en sat eftir strax í undanúrslitunum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. „Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár, skrifaði“ Lagerbäck sem hrósaði bæði sambandinu og landsliðsmönnunum fyrir vinnu sína. Hann endar síðan með því að senda Norðmönnum smá skilaboð. „Að lokum. Ekki gleyma því hvernig þú vinnur fótboltaleiki,“ skrifaði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu alls 35 sinnum. Liðið vann átján af þessum leikjum og tapaði aðeins átta sinnum. Markatalan var 61-35 norska liðinu í vil. Lagerbäck fékk fleiri stig í leik sem þjálfari Norðmanna (1,286) en sem þjálfari íslenska landsliðsins (1,0) og sænska landsliðsins (1,156).
Norski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira