Lars Lagerbäck var rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck vann 21 leik sem landsþjálfari Íslands en 18 leiki sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. Tími Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Norðmann endaði ekki eins vel og þegar hann var með íslenska landsliðið og kvaddi eftir leik í átta liða úrslitum á EM. „Eftir samtal okkar og með ósk frá norska sambandinu, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ skrifaði Lars Lagerbäck. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Svíinn staðfestir því að hann hafi í raun verið rekinn. Lars Lagerbäck bekrefter at han fikk sparken https://t.co/st7qAVqXNt— VG (@vgnett) December 3, 2020 Lagerbäck segir þar að árið 2020 hafi ekki verið gott ár hvað varðar árangur og afrek. Hann segir að liðið hafi klikkað að vera upp á sitt besta þegar það skipti mestu máli auk þess að tveir frestaðir leikir hafi rænt möguleikanum á því að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. „Svona er fótboltinn stundum,“ skrifaði Lars Lagerbäck sem var búinn að þjálfa norska liðið síðan í febrúar 2017. Norska liðið átti möguleika á því að tryggja sig inn á EM í gegnum umspilið eins og Ísland en sat eftir strax í undanúrslitunum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. „Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár, skrifaði“ Lagerbäck sem hrósaði bæði sambandinu og landsliðsmönnunum fyrir vinnu sína. Hann endar síðan með því að senda Norðmönnum smá skilaboð. „Að lokum. Ekki gleyma því hvernig þú vinnur fótboltaleiki,“ skrifaði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu alls 35 sinnum. Liðið vann átján af þessum leikjum og tapaði aðeins átta sinnum. Markatalan var 61-35 norska liðinu í vil. Lagerbäck fékk fleiri stig í leik sem þjálfari Norðmanna (1,286) en sem þjálfari íslenska landsliðsins (1,0) og sænska landsliðsins (1,156). Norski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Tími Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara Norðmann endaði ekki eins vel og þegar hann var með íslenska landsliðið og kvaddi eftir leik í átta liða úrslitum á EM. „Eftir samtal okkar og með ósk frá norska sambandinu, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ skrifaði Lars Lagerbäck. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Svíinn staðfestir því að hann hafi í raun verið rekinn. Lars Lagerbäck bekrefter at han fikk sparken https://t.co/st7qAVqXNt— VG (@vgnett) December 3, 2020 Lagerbäck segir þar að árið 2020 hafi ekki verið gott ár hvað varðar árangur og afrek. Hann segir að liðið hafi klikkað að vera upp á sitt besta þegar það skipti mestu máli auk þess að tveir frestaðir leikir hafi rænt möguleikanum á því að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. „Svona er fótboltinn stundum,“ skrifaði Lars Lagerbäck sem var búinn að þjálfa norska liðið síðan í febrúar 2017. Norska liðið átti möguleika á því að tryggja sig inn á EM í gegnum umspilið eins og Ísland en sat eftir strax í undanúrslitunum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem hafa ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. „Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í svo mörg ár, skrifaði“ Lagerbäck sem hrósaði bæði sambandinu og landsliðsmönnunum fyrir vinnu sína. Hann endar síðan með því að senda Norðmönnum smá skilaboð. „Að lokum. Ekki gleyma því hvernig þú vinnur fótboltaleiki,“ skrifaði Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck stýrði norska landsliðinu alls 35 sinnum. Liðið vann átján af þessum leikjum og tapaði aðeins átta sinnum. Markatalan var 61-35 norska liðinu í vil. Lagerbäck fékk fleiri stig í leik sem þjálfari Norðmanna (1,286) en sem þjálfari íslenska landsliðsins (1,0) og sænska landsliðsins (1,156).
Norski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira