Innlent

Lést af slysförum í Árnessýslu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.
Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Lögregla, sjúkraflutningar og björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út í kvöld vegna slyssins. Í tilkynningu segir að maðurinn hafi beðið sjálfur um aðstoð eftir að hafa setið fastur í vatni úti á mýri.

Mikið hafi dregið af manninum þegar komið var að honum og hann misst meðvitund fljótt eftir að fyrstu björgunarmenn náðu til hans. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn við komu á heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögregla á Suðurlandi er með málið til rannsóknar.

Lögregla, sjúkraflutningar og björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar til á sjöunda tímanum í kvöld, tilkynnt var um...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Fimmtudagur, 3. desember 2020

Tengdar fréttir

Fór niður um vök í grennd við Selfoss

Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×