Innlent

Fór niður um vök í grennd við Selfoss

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björgunarsveitir í útkalli vegna óveðurs fyrr á árinu.
Björgunarsveitir í útkalli vegna óveðurs fyrr á árinu. Vísir/vilhelm

Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.

Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi og ekki frekari upplýsingar að fá um málið hjá lögreglu að svo stöddu. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir í samtali við Vísi að björgunarsveitir hafi verið kallaðar út en getur ekki veitt frekari upplýsingar.

Slæmt veður er á Suðurlandi í kvöld en gular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu fram á morgundaginn. Veðurstofan varar við 18-28 m/s á Suðurlandi og hviðum yfir 40 m/s. Þá er frost einnig mikið, líkt og í öðrum landshlutum.

Uppfært klukkan 19:55:

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi kveðst ekki hafa frekari upplýsingar um slysið eða tildrög þess að svo stöddu. Tilkynningar sé að vænta frá lögreglu síðar í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.