Frumherjinn Frappart sem heldur áfram að mölva glerþakið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2020 09:01 Stephanie Frappart er sannkallaður brautryðjandi. getty/Nicolò Campo Stéphanie Frappart braut blað í fótboltasögunni í fyrradag þegar hún varð fyrsta konan til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki. Þetta er þó langt því frá fyrsti stóri áfanginn sem hún nær á sínum dómaraferli. Frappart dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær. Ítalíumeistararnir unnu þægilegan 3-0 sigur og Frappart fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum. You just love to see it Stephanie Frappart becomes the first woman to referee a men's @ChampionsLeague match Way to blaze a trail, Stephanie pic.twitter.com/j20ywQi4Z1— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 2, 2020 Eins og áður sagði er þetta ekki fyrsta glerþakið sem Frappart brýtur á sínum dómaraferli. Hún varð t.a.m. fyrsta konan til að dæma í B-deild karla í Frakklandi en hún hefur dæmt þar síðan 2014. Árið 2019 var síðan risastórt á ferli Frappart. Hún varð fyrsta konan til að dæma í frönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki þegar hún dæmdi leik Amiens og Strasbourg 28. apríl. Hún hefur dæmt nokkra leiki í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og á sunnudaginn verður hún dómari í leik Reims og Nice. Frappart og dómarakvinvettinn stillir sér upp eftir úrslitaleik HM 2019.getty/Elsa Frappart dæmdi úrslitaleik HM kvenna í Frakklandi í fyrra þar sem Bandaríkin unnu Holland, 2-0. Alls dæmdi hún fjóra leiki á heimsmeistaramótinu. Frappart dæmdi einnig á HM 2015, Ólympíuleikunum 2016 og á EM 2017. Þann 14. ágúst 2019 dæmdi Frappart leikinn um Ofurbikar Evrópu þar sem Liverpool og Chelsea áttust við. Hún varð þar með fyrsta konan til dæma úrslitaleik í Evrópukeppni karla. Liverpool vann leikinn í vítaspyrnukeppni. Frappart lyftir gula spjaldinu í leiknum um Ofurbikar Evrópu í fyrra.getty/Chris Brunskill Frappart dæmdi sinn fyrsta leik í Evrópudeild karla í október þegar Leicester City tók á móti Zorya Luhansk. Frappart er reyndar ekki fyrsta konan sem dæmir í Evrópudeild/Evrópukeppni félagsliða karla. Það met á hin svissneska Nicole Petignat en hún dæmdi nokkra leiki í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á árunum 2004-09. Petignat var lengi dómari í efstu deild í Austurríki og Sviss og dæmdi m.a. úrslitaleik svissnesku bikarkeppninnar 2007. Klesst'ann! Frappart og Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, eftir leikinn í Tórínó í fyrradag.getty/Jonathan Moscrop Frappart fékk svo sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeild karla í fyrradag þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev eins og fyrr sagði. Frappart, sem er 36 ára, hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2009. Þess má geta að hún dæmdi leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í október. Svíar unnu þá 2-0 sigur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Frappart dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær. Ítalíumeistararnir unnu þægilegan 3-0 sigur og Frappart fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum. You just love to see it Stephanie Frappart becomes the first woman to referee a men's @ChampionsLeague match Way to blaze a trail, Stephanie pic.twitter.com/j20ywQi4Z1— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 2, 2020 Eins og áður sagði er þetta ekki fyrsta glerþakið sem Frappart brýtur á sínum dómaraferli. Hún varð t.a.m. fyrsta konan til að dæma í B-deild karla í Frakklandi en hún hefur dæmt þar síðan 2014. Árið 2019 var síðan risastórt á ferli Frappart. Hún varð fyrsta konan til að dæma í frönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki þegar hún dæmdi leik Amiens og Strasbourg 28. apríl. Hún hefur dæmt nokkra leiki í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og á sunnudaginn verður hún dómari í leik Reims og Nice. Frappart og dómarakvinvettinn stillir sér upp eftir úrslitaleik HM 2019.getty/Elsa Frappart dæmdi úrslitaleik HM kvenna í Frakklandi í fyrra þar sem Bandaríkin unnu Holland, 2-0. Alls dæmdi hún fjóra leiki á heimsmeistaramótinu. Frappart dæmdi einnig á HM 2015, Ólympíuleikunum 2016 og á EM 2017. Þann 14. ágúst 2019 dæmdi Frappart leikinn um Ofurbikar Evrópu þar sem Liverpool og Chelsea áttust við. Hún varð þar með fyrsta konan til dæma úrslitaleik í Evrópukeppni karla. Liverpool vann leikinn í vítaspyrnukeppni. Frappart lyftir gula spjaldinu í leiknum um Ofurbikar Evrópu í fyrra.getty/Chris Brunskill Frappart dæmdi sinn fyrsta leik í Evrópudeild karla í október þegar Leicester City tók á móti Zorya Luhansk. Frappart er reyndar ekki fyrsta konan sem dæmir í Evrópudeild/Evrópukeppni félagsliða karla. Það met á hin svissneska Nicole Petignat en hún dæmdi nokkra leiki í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á árunum 2004-09. Petignat var lengi dómari í efstu deild í Austurríki og Sviss og dæmdi m.a. úrslitaleik svissnesku bikarkeppninnar 2007. Klesst'ann! Frappart og Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, eftir leikinn í Tórínó í fyrradag.getty/Jonathan Moscrop Frappart fékk svo sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeild karla í fyrradag þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev eins og fyrr sagði. Frappart, sem er 36 ára, hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2009. Þess má geta að hún dæmdi leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í október. Svíar unnu þá 2-0 sigur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31
Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30
Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45
Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00