Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. desember 2020 06:45 Myndina birti Landsbjörg á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en nokkur erill var hjá björgunarsveitum landsins vegna veðursins. Landsbjörg Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land nema á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar eru gular viðvaranir í gildi, nema á Suðausturlandi, þar er viðvörunin appelsíngul. Fyrir utan veðrið var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og svo virðist sem fólk hafi hlýtt ráðleggingum og haldið sig heima. Eitt útkall var hjá björgunarsveit þegar aðstoða þurfti bíl á Ólafsfjarðarvegi sem hafði lent út í kanti. Að sögn lögreglu hefur snjóað gríðarlega mikið í bænum og síðan er veðrið enn verra í nágrenninu og glórulaus bylur úti á þjóðvegi, eins og varðstjórinn orðaði það. Áður en veðrið skall á höfðu menn áhyggjur af höfnunum fyrir norðan og hefur lögreglan haft eftirlit með höfninni á Akureyri og á Húsavík. Þar virðist þó ekkert tjón hafa orðið. Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum frá því klukkan fimm í dag og hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, December 2, 2020 Nokkur erill var hjá björgunarsveitum á landinu í gærkvöldi. Þær höfðu verið kallaðar út um 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar sem birt var upp úr miðnætti sagði að bílar hefðu setið fastir, lent utan vegar og þá fór einn bíll á hliðina. Flest verkefnin voru á Norður- og Vesturlandi en engar tilkynningar höfðu borist um slys á fólki. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 3, 2020 Á tilkynningu Vegagerðarinnar nú klukkan hálfsjö segir að það sé vetrarfærð á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Lokað er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og ófært á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Á Fróðárheiði er vegurinn lokaður og sömu sögu er að segja um Bröttubrekku en þar er hjáleið um Heydal opin. Vegurinn um Laxárdalsheiði er ófær og einnig er lokað á Hotavörðuheiðinni. Þröskuldar eru lokaðir og einnig vegurinn um Klettsháls og óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Akureyri Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land nema á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar eru gular viðvaranir í gildi, nema á Suðausturlandi, þar er viðvörunin appelsíngul. Fyrir utan veðrið var nóttin róleg í umdæmi lögreglunnar á Akureyri og svo virðist sem fólk hafi hlýtt ráðleggingum og haldið sig heima. Eitt útkall var hjá björgunarsveit þegar aðstoða þurfti bíl á Ólafsfjarðarvegi sem hafði lent út í kanti. Að sögn lögreglu hefur snjóað gríðarlega mikið í bænum og síðan er veðrið enn verra í nágrenninu og glórulaus bylur úti á þjóðvegi, eins og varðstjórinn orðaði það. Áður en veðrið skall á höfðu menn áhyggjur af höfnunum fyrir norðan og hefur lögreglan haft eftirlit með höfninni á Akureyri og á Húsavík. Þar virðist þó ekkert tjón hafa orðið. Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum frá því klukkan fimm í dag og hefur ökumönnum sem lent hafa í vandræðum...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, December 2, 2020 Nokkur erill var hjá björgunarsveitum á landinu í gærkvöldi. Þær höfðu verið kallaðar út um 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum þegar Vísir náði tali af Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar sem birt var upp úr miðnætti sagði að bílar hefðu setið fastir, lent utan vegar og þá fór einn bíll á hliðina. Flest verkefnin voru á Norður- og Vesturlandi en engar tilkynningar höfðu borist um slys á fólki. Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 3, 2020 Á tilkynningu Vegagerðarinnar nú klukkan hálfsjö segir að það sé vetrarfærð á landinu og slæmt ferðaveður víða. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Lokað er á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði og ófært á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Á Fróðárheiði er vegurinn lokaður og sömu sögu er að segja um Bröttubrekku en þar er hjáleið um Heydal opin. Vegurinn um Laxárdalsheiði er ófær og einnig er lokað á Hotavörðuheiðinni. Þröskuldar eru lokaðir og einnig vegurinn um Klettsháls og óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Akureyri Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira