Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 22:48 Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðri á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Vísir/vilhelm Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að byrjað hafi verið að kalla björgunarsveitir út um fimmleytið og áfram borist verkefni fram eftir kvöldi. Aðallega hafi fólk þurft aðstoð á Norðurlandi og Austurlandi en seinnipart kvölds hafi hjálparbeiðnir tekið að berast frá Vesturlandi. Davíð segir að öll verkefnin, á bilinu 15-20 talsins, hafi lotið að því að aðstoða ökumenn bíla í vandræðum vegna færðar eða veðurs, aðallega á fjallvegum og heiðum. „Ég hef verið að benda á að ferðaveður á þessum fjallvegum er með lakara móti og við bendum fólki eindregið á að sé það að ferðast milli landshluta gái það vel að upplýsingum um færð og veður og hugi að útbúnaði sínum og bílanna, þannig að sé öruggt,“ segir Davíð. Til dæmis hafi verið farið í útköll á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar eru vegirnir annars vegar lokaður og hins vegar ófær. Björgunarsveitir eða lögregla hafa þó ekki lokað vegum það sem af er kvöldi og Davíð segir að einhverjir hafi mögulega freistast til að fara yfir. „En við erum viðbúin áfram og mjög meðvituð um að viðvaranirnar gilda fram á föstudag. Við erum orðin nokkuð vön því að halda okkur til hlés út af Covid og fleira og ég held að við verðum að temja okkur það í svona veðrum,“ segir Davíð. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46 Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03 Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að byrjað hafi verið að kalla björgunarsveitir út um fimmleytið og áfram borist verkefni fram eftir kvöldi. Aðallega hafi fólk þurft aðstoð á Norðurlandi og Austurlandi en seinnipart kvölds hafi hjálparbeiðnir tekið að berast frá Vesturlandi. Davíð segir að öll verkefnin, á bilinu 15-20 talsins, hafi lotið að því að aðstoða ökumenn bíla í vandræðum vegna færðar eða veðurs, aðallega á fjallvegum og heiðum. „Ég hef verið að benda á að ferðaveður á þessum fjallvegum er með lakara móti og við bendum fólki eindregið á að sé það að ferðast milli landshluta gái það vel að upplýsingum um færð og veður og hugi að útbúnaði sínum og bílanna, þannig að sé öruggt,“ segir Davíð. Til dæmis hafi verið farið í útköll á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar eru vegirnir annars vegar lokaður og hins vegar ófær. Björgunarsveitir eða lögregla hafa þó ekki lokað vegum það sem af er kvöldi og Davíð segir að einhverjir hafi mögulega freistast til að fara yfir. „En við erum viðbúin áfram og mjög meðvituð um að viðvaranirnar gilda fram á föstudag. Við erum orðin nokkuð vön því að halda okkur til hlés út af Covid og fleira og ég held að við verðum að temja okkur það í svona veðrum,“ segir Davíð. Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46 Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03 Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Neyðarskýlin opin allan sólarhringinn vegna kuldakastsins Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er. 2. desember 2020 14:46
Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld. 2. desember 2020 10:03
Stormur, stórhríð og hörkufrost í kortunum Í dag, á morgun og fram á föstudag er útlit fyrir fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins með stormi, stórhríð og ísköldu heimskautalofti sem herðir á frostinu. 2. desember 2020 06:57