Enginn landshluti sleppur Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2020 19:03 Stormviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu fram á morgundaginn og sums staðar fram á föstudag. Enginn landshluti sleppur við hvassviðrið sem gengur nú yfir landið í kvöld og næstu daga, að sögn veðurfræðings. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu og búast má við hviðum allt að 45 m/s á Suðausturlandi. Þá verða næstu dagar litaðir miklu kuldakasti, sem til að mynda verður trúlega það mesta á höfuðborgarsvæðinu í sjö ár. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi veðrið í kvöld og næstu daga í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að vissulega hefði orðið nokkuð kalt undanfarna vetur en þau kuldaköst oftast nær verið í hægviðri. „Núna hins vegar sjáum við að það er heimskautaloft á leið til okkar úr norðri þannig að vindkælingin bætist ofan á. Kannski ekki eins mikið frost og verður hérna hvað mest en vel fyrir neðan frostmark og hreyfing á loftinu, þannig að það er vindkæling. Það hefur aðeins önnur áhrif á þá sem eru úti og hvernig gengur að kynda hús og híbýli,“ sagði Einar. Allur vindur úr honum á laugardag Þegar væri tekið að kólna talsvert og mjög kalt yrði næstu daga. Kuldakastið stæði yfir á fimmtudag og föstudag. „Og reyndar fram á laugardag en þá er allur vindur úr honum og komin heiðríkja og kalt í stillu. Það er þá sem er mesta frostið en áhrifin af þessu kuldakasti eru kannski meiri meðan enn blæs.“ Þá sagði Einar að mesti blásturinn yrði um austanvert landið, þar sem spáð væri 20-25 m/s í nótt. Þar væri hitinn þó ekki mjög langt undir frostmarki. „Svo nær þessi strengur yfir landið allt. Það er enginn landshluti sem sleppur,“ sagði Einar. Á höfuðborgarsvæðinu gerði Einar ráð fyrir fimm til sjö stiga frosti og vindi 9-10 m/s næstu tvo daga. Hann lagði áherslu á að fólk þyrfti að vera vel búið í kuldanum en benti á að fínu veðri væri spáð yfir helgina; hægum vindi og bjartviðri. Þá væri útlit fyrir að hlýnaði í næstu viku. Hættulegt að vera á ferðinni Gular stormviðvaranir eru í gildi á öllu landinu í kvöld og appelsínugul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi nú klukkan fjögur. Þar er búist við 20-28 m/s og vindhviðum um og yfir 45 m/s. Veðurstofan hvetur fólk í landshlutanum að sýna aðgát og tryggja lausamuni og þá sé hættulegt að vera á ferðinni. Þá er færð slæm víðast hvar á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Holtavörðuheiði og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna veðurs og ófært er um Bröttubrekku. Ófært er um Þröskulda, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði, auk þess sem óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað, sem og vegi um Víkurskarð. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Einnig er ófært um Hófaskarð. Þá hefur veginum um Öxi verið lokað og Breiðdalshæði er ófær. Óvissustig er auk þess á Fjarðarheiði og Fagradal og verður þeim leiðum mögulega lokað í kvöld. Vegna kuldakastsins gæti einnig borið á heitavatnsskorti, að sögn Veitna. Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að gripið hefði verið til ákveðinna ráðstafana til að auka afl í hitaveitukerfinu en einnig væri biðlað til almennings að spara heitavatnið. Mælt sé með því að fólk haldi gluggum og dyrum lokuðum, láti vera að skella sér í heita potta og minnki innspýtingu í snjóbræðslukerfi. „Eins skerðum við það vatn sem hægt er að skerða. Það eru m.a. sundlaugar og iðnaður og annars konar viðskiptavinir sem eru með þannig starfsemi að þeir geta orðið fyrir skorti án alvarlegra afleiðinga,“ sagði Guðmundur. Veður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi veðrið í kvöld og næstu daga í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að vissulega hefði orðið nokkuð kalt undanfarna vetur en þau kuldaköst oftast nær verið í hægviðri. „Núna hins vegar sjáum við að það er heimskautaloft á leið til okkar úr norðri þannig að vindkælingin bætist ofan á. Kannski ekki eins mikið frost og verður hérna hvað mest en vel fyrir neðan frostmark og hreyfing á loftinu, þannig að það er vindkæling. Það hefur aðeins önnur áhrif á þá sem eru úti og hvernig gengur að kynda hús og híbýli,“ sagði Einar. Allur vindur úr honum á laugardag Þegar væri tekið að kólna talsvert og mjög kalt yrði næstu daga. Kuldakastið stæði yfir á fimmtudag og föstudag. „Og reyndar fram á laugardag en þá er allur vindur úr honum og komin heiðríkja og kalt í stillu. Það er þá sem er mesta frostið en áhrifin af þessu kuldakasti eru kannski meiri meðan enn blæs.“ Þá sagði Einar að mesti blásturinn yrði um austanvert landið, þar sem spáð væri 20-25 m/s í nótt. Þar væri hitinn þó ekki mjög langt undir frostmarki. „Svo nær þessi strengur yfir landið allt. Það er enginn landshluti sem sleppur,“ sagði Einar. Á höfuðborgarsvæðinu gerði Einar ráð fyrir fimm til sjö stiga frosti og vindi 9-10 m/s næstu tvo daga. Hann lagði áherslu á að fólk þyrfti að vera vel búið í kuldanum en benti á að fínu veðri væri spáð yfir helgina; hægum vindi og bjartviðri. Þá væri útlit fyrir að hlýnaði í næstu viku. Hættulegt að vera á ferðinni Gular stormviðvaranir eru í gildi á öllu landinu í kvöld og appelsínugul viðvörun tók gildi á Suðausturlandi nú klukkan fjögur. Þar er búist við 20-28 m/s og vindhviðum um og yfir 45 m/s. Veðurstofan hvetur fólk í landshlutanum að sýna aðgát og tryggja lausamuni og þá sé hættulegt að vera á ferðinni. Þá er færð slæm víðast hvar á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Holtavörðuheiði og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna veðurs og ófært er um Bröttubrekku. Ófært er um Þröskulda, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði, auk þess sem óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Veginum um Þverárfjall hefur verið lokað, sem og vegi um Víkurskarð. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Einnig er ófært um Hófaskarð. Þá hefur veginum um Öxi verið lokað og Breiðdalshæði er ófær. Óvissustig er auk þess á Fjarðarheiði og Fagradal og verður þeim leiðum mögulega lokað í kvöld. Vegna kuldakastsins gæti einnig borið á heitavatnsskorti, að sögn Veitna. Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að gripið hefði verið til ákveðinna ráðstafana til að auka afl í hitaveitukerfinu en einnig væri biðlað til almennings að spara heitavatnið. Mælt sé með því að fólk haldi gluggum og dyrum lokuðum, láti vera að skella sér í heita potta og minnki innspýtingu í snjóbræðslukerfi. „Eins skerðum við það vatn sem hægt er að skerða. Það eru m.a. sundlaugar og iðnaður og annars konar viðskiptavinir sem eru með þannig starfsemi að þeir geta orðið fyrir skorti án alvarlegra afleiðinga,“ sagði Guðmundur.
Veður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira