Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 2. desember 2020 14:24 Lögregluþjónar að störfum eftir ránið í Criciúma í gær. EPA/Guilherme Hahn Hópur þungvopnaðra bankaræningja myrti gísl og átti í skotbardaga við lögreglumenn á götum smábæjar í Brasilíu í dag. Svipað bankarán þar sem ræningjar beittu skotvopnum og sprengjum var framið í annarri brasilískri borg í gær. Í báðum tilvikum voru ræningjarnir á þriðja tug. Ræningjar réðust inn í útibú Banco do Brasil í hafnarbænum Camatá í norðanverðri Brasilíu snemma morguns að staðartíma í dag. Þeir voru vopnaðir árásarrifflum. Reuters-fréttastofan segir að á samfélagsmiðlum megi sjá myndir af skotbardaga á götum bæjarins. Þeir réðust einnig á lögreglustöð í bænum svo ekki var hægt að bregðast við bankaráninu. Öryggismálaráðherra Prata-ríkis segir að ræningjarnir hafi myrt einn gísl og þá hafi bæjarbúi verið skotinn í fótlegginn. Hann sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Bæjarstjóri Cametá sagði að sá særði væri ungur karlmaður. Ræningjarnir komust undan í bílalest. Einn flóttabílanna fannst yfirgefinn fyrir utan bæinn og fundur lögreglumenn sprengiefni í honum. Ekki er ljóst hversu marga gísla ræningjarnir tóku eða hvort að þeim hafi öllum verið sleppt. Þá hafa yfirvöld ekki greint frá því hversu mikið fé ræningjarnir höfðu á brott með sér. Ráninu svipar til annars bankaráns sem var framið í bænum Criciúma í sunnanverðri Brasilíu í gær. Þar sprengdu ræningjar sprengjur og skutu á lögreglumenn. Tveir særðust í átökunum og þyrluðust peningaseðlar um stræti bæjarins. Hér að neðan má sjá myndefni frá ráninu í Criciúma. Þar skildu ræningjarnir fúlgur fjár eftir á götum bæjarins og hafa nokkrir verið handteknir fyrir að hafa tekið peninga, sem komu ráninu sjálfu ekki við. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hve miklu var rænt úr bönkunum tveimur en mögulega hafi það verið mikið. Hirslur banka séu fullar af peningum vegna launaútborgana og það sé sérstaklega mikið vegna jólabónusa. Þá er ekki búið að staðfesta að um sama hóp ræningja sé að ræða í báðum ránunum. Sérfræðingur sem ræddi við AP segir þó að verulega skipulagningu og mikinn undirbúnað þurfi fyrir rán sem þessi. Banakrán þykja tiltölulega algeng í Brasilíu og hafa stórir bankar átt í vandræðum með fjölda rána á undanförnum árum. Brasilía Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Ræningjar réðust inn í útibú Banco do Brasil í hafnarbænum Camatá í norðanverðri Brasilíu snemma morguns að staðartíma í dag. Þeir voru vopnaðir árásarrifflum. Reuters-fréttastofan segir að á samfélagsmiðlum megi sjá myndir af skotbardaga á götum bæjarins. Þeir réðust einnig á lögreglustöð í bænum svo ekki var hægt að bregðast við bankaráninu. Öryggismálaráðherra Prata-ríkis segir að ræningjarnir hafi myrt einn gísl og þá hafi bæjarbúi verið skotinn í fótlegginn. Hann sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Bæjarstjóri Cametá sagði að sá særði væri ungur karlmaður. Ræningjarnir komust undan í bílalest. Einn flóttabílanna fannst yfirgefinn fyrir utan bæinn og fundur lögreglumenn sprengiefni í honum. Ekki er ljóst hversu marga gísla ræningjarnir tóku eða hvort að þeim hafi öllum verið sleppt. Þá hafa yfirvöld ekki greint frá því hversu mikið fé ræningjarnir höfðu á brott með sér. Ráninu svipar til annars bankaráns sem var framið í bænum Criciúma í sunnanverðri Brasilíu í gær. Þar sprengdu ræningjar sprengjur og skutu á lögreglumenn. Tveir særðust í átökunum og þyrluðust peningaseðlar um stræti bæjarins. Hér að neðan má sjá myndefni frá ráninu í Criciúma. Þar skildu ræningjarnir fúlgur fjár eftir á götum bæjarins og hafa nokkrir verið handteknir fyrir að hafa tekið peninga, sem komu ráninu sjálfu ekki við. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hve miklu var rænt úr bönkunum tveimur en mögulega hafi það verið mikið. Hirslur banka séu fullar af peningum vegna launaútborgana og það sé sérstaklega mikið vegna jólabónusa. Þá er ekki búið að staðfesta að um sama hóp ræningja sé að ræða í báðum ránunum. Sérfræðingur sem ræddi við AP segir þó að verulega skipulagningu og mikinn undirbúnað þurfi fyrir rán sem þessi. Banakrán þykja tiltölulega algeng í Brasilíu og hafa stórir bankar átt í vandræðum með fjölda rána á undanförnum árum.
Brasilía Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira