Klopp: Eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 12:31 Jürgen Klopp fór beint til markvarðarins Caoimhin Kelleher í leikslok og gaf honum eitt gott Klopp knús. AP/Michael Regan Jürgen Klopp brosti sínu breiðasta eftir sigurinn á Ajax í gær og ungu strákarnir fengu sérstakt knús í leikslok enda stóðu þeir sig mjög vel í leiknum. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var heldur betur ánægður eftir sigur liðsins á Ajax í Meistaradeildinni í gær en með honum tryggði Liverpool sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum fyrir lokaleikinn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Liverpool að undanförnu, mikið hefur verið um meiðsli lykilmanna og liðið náði ekki góðum úrslitum í tveimur síðustu leikjum. Það var því mikill léttir fyrir þýska stjórann að fá sigur sem gefur honum tækifæri til að hvíla lykilleikmenn í næstu viku. Það mátti líka greina á orðum Klopp að sigurinn í gær skipti hann miklu máli og gleðiefni var líka frammistaða ungu strákanna. Hinn nítján ára gamli Curtis Jones skoraði nefnilega sigurmarkið eftir stoðsendingu frá jafnaldra sínum Neco Williams og þá stóð ungi markvörðurinn Caoimhin Kelleher sig vel og hélt hreinu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. Klopp has brought Liverpool to two Champions League finals. But tonight was one of the biggest #UCL nights! pic.twitter.com/gev3h4ooVZ— Goal (@goal) December 1, 2020 „Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að brosa í núverandi ástandi. Síðan við fórum að spila án áhorfenda þá var þetta mikilvægasti sigurinn, sá erfiðasti og sá besti,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. Klopp er á því að þetta hafi verið eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool sem segir mikið til um pressuna sem var búin að myndast í öllum erfiðleikum síðustu vikna. Nú fékk Þjóðverjinn hins vegar mikilvægan sigur og jákvæð skilaboð frá mörgum ungum leikmönnum liðsins. „Curtis Jones átti þvílíkan leik. Ég er virkilega stoltur af honum. hann er mjög góður strákur, góður leikmaður og ég ánægður að hafa hann hjá okkur,“ sagði Klopp en Curtis Jones skoraði þarna sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hann er aðeins þriðji táningurinn sem skorar fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool er án níu leikmanna aðalliðsins og það hefur opnað dyr fyrir yngri menn í leikmannahópnum. „Stundum þegar meiðsli koma upp þá skapast tækifæri og hann hefur tekið sitt,“ sagði Klopp. Það kom mörgum á óvart að sjá Adrian sitja áfram á varmannabekknum þegar aðalmarkvörðurinn Alisson Becker meiddist. Jürgen Klopp vildi frekar setja óreyndan strák í markið. 22-year-old Caoimhin Kelleher played his first Champions League game for Liverpool vs. Ajax.He made a huge late save to keep the score 1-0, and help Liverpool qualify for the last 16.Jurgen Klopp ran straight over to him at full time pic.twitter.com/dG32mkM8Ej— B/R Football (@brfootball) December 1, 2020 „Adrian hefur staðið sig mjög vel hjá okkur en við þurftum betri fótboltamann í markið og það fengum við með Caoimhin Kelleher. Hann er líka góður að verja. Við tókum þessa ákvörðun en svo veit maður aldrei hvernig menn ráða við þetta. Ég er mjög ánægður með það hversu rólegur hann var og hversu góður hann var,“ sagði Klopp. Klopp hrósaði líka bakverðinum Neco Williams sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni eftir að hann kom inn í liðið þegar landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold meiddist. „Við teljum að hann eigi meira inni en hann hefur sýnt hingað til. Tímabilið byrjaði eftir erfitt sumar og stutt undirbúningstímabil og svo dettur Trent Alexander-Arnold út. Neco var ekki í sínu besta formi en hann er á stóra sviðinu núna og í kvöld sýndi hann okkur smá brot af því sem býr í honum. Hann getur enn orðið svo miklu betri,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var heldur betur ánægður eftir sigur liðsins á Ajax í Meistaradeildinni í gær en með honum tryggði Liverpool sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum fyrir lokaleikinn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Liverpool að undanförnu, mikið hefur verið um meiðsli lykilmanna og liðið náði ekki góðum úrslitum í tveimur síðustu leikjum. Það var því mikill léttir fyrir þýska stjórann að fá sigur sem gefur honum tækifæri til að hvíla lykilleikmenn í næstu viku. Það mátti líka greina á orðum Klopp að sigurinn í gær skipti hann miklu máli og gleðiefni var líka frammistaða ungu strákanna. Hinn nítján ára gamli Curtis Jones skoraði nefnilega sigurmarkið eftir stoðsendingu frá jafnaldra sínum Neco Williams og þá stóð ungi markvörðurinn Caoimhin Kelleher sig vel og hélt hreinu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. Klopp has brought Liverpool to two Champions League finals. But tonight was one of the biggest #UCL nights! pic.twitter.com/gev3h4ooVZ— Goal (@goal) December 1, 2020 „Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að brosa í núverandi ástandi. Síðan við fórum að spila án áhorfenda þá var þetta mikilvægasti sigurinn, sá erfiðasti og sá besti,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. Klopp er á því að þetta hafi verið eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool sem segir mikið til um pressuna sem var búin að myndast í öllum erfiðleikum síðustu vikna. Nú fékk Þjóðverjinn hins vegar mikilvægan sigur og jákvæð skilaboð frá mörgum ungum leikmönnum liðsins. „Curtis Jones átti þvílíkan leik. Ég er virkilega stoltur af honum. hann er mjög góður strákur, góður leikmaður og ég ánægður að hafa hann hjá okkur,“ sagði Klopp en Curtis Jones skoraði þarna sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hann er aðeins þriðji táningurinn sem skorar fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool er án níu leikmanna aðalliðsins og það hefur opnað dyr fyrir yngri menn í leikmannahópnum. „Stundum þegar meiðsli koma upp þá skapast tækifæri og hann hefur tekið sitt,“ sagði Klopp. Það kom mörgum á óvart að sjá Adrian sitja áfram á varmannabekknum þegar aðalmarkvörðurinn Alisson Becker meiddist. Jürgen Klopp vildi frekar setja óreyndan strák í markið. 22-year-old Caoimhin Kelleher played his first Champions League game for Liverpool vs. Ajax.He made a huge late save to keep the score 1-0, and help Liverpool qualify for the last 16.Jurgen Klopp ran straight over to him at full time pic.twitter.com/dG32mkM8Ej— B/R Football (@brfootball) December 1, 2020 „Adrian hefur staðið sig mjög vel hjá okkur en við þurftum betri fótboltamann í markið og það fengum við með Caoimhin Kelleher. Hann er líka góður að verja. Við tókum þessa ákvörðun en svo veit maður aldrei hvernig menn ráða við þetta. Ég er mjög ánægður með það hversu rólegur hann var og hversu góður hann var,“ sagði Klopp. Klopp hrósaði líka bakverðinum Neco Williams sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni eftir að hann kom inn í liðið þegar landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold meiddist. „Við teljum að hann eigi meira inni en hann hefur sýnt hingað til. Tímabilið byrjaði eftir erfitt sumar og stutt undirbúningstímabil og svo dettur Trent Alexander-Arnold út. Neco var ekki í sínu besta formi en hann er á stóra sviðinu núna og í kvöld sýndi hann okkur smá brot af því sem býr í honum. Hann getur enn orðið svo miklu betri,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira