Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 06:16 Bóluefni Pfizer og BioNTech verður mögulega það fyrsta sem fær samþykki í Bandaríkjunum. epa/Pfizer Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. Það var niðurstaða nefndarinnar og annarra sem að málinu koma að fremstir í röðinni verði starfsmenn og íbúar á dvalarstofnunum á borð við hjúkrunarheimili og önnur heimili þar sem fólk dvelur langdvölum og þarfnast heilbrigðisþjónustu. CDC gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja flesta í þessum hópum snemma á næsta ári, að því gefnu að leyfi fáist fyrir bóluefni um miðjan desember, eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar er því spáð að þar sem framboðið verði dræmt fyrst um sinn þurfi að forgangsraða innan hópanna. CDC áætlar að fyrrnefnir hópar telji um 24 milljónir einstaklinga, sem þurfa þá 48 milljónir skammta. Allt að 40 milljón skammtar gætu verið tilbúnir í desember og 5 til 10 milljón skammtar vikulega upp frá því. Umdeilt hvaða hópar eiga að ganga fyrir Álit nefndarinnar er háð samþykki Robert Redfield, framkvæmdastjóra sóttvarnastofnunarinnar, en forgangsröðunin hefur verið afar umdeild síðustu misseri. Fjórir hópar hafa verið til skoðunar í þessu samhengi, m.a. heilbrigðisstarfsmenn, 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Starfsmenn og íbúar dvalarheimila hafa talið 6% smitaðra og 40% látinna, en menn hafa engu að síður deilt um hvort rétt sé að forgangsraða þessum ákveðnu hópum. Ástæðan er m.a. sú að íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila hafa almennt ekki verið meðal þátttakenda í bóluefnarannsóknum og því er óvíst um áhrif bóluefna á hópinn. Þá eru menn uggandi yfir því hvaða áhrif það mun hafa þegar þessir einstaklingar eru bólusetningar en látast af öðrum orsökum. „Amma mín fékk bóluefni og hún dó,“ kann fólk að hugsa, segir Dr. Helen Keipp Talbot, prófessor við Vanderbilt University Medical Center. „Það er ólíklegt að þetta tengist en svona verður þetta í minningunni,“ segir hún. NPR sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Það var niðurstaða nefndarinnar og annarra sem að málinu koma að fremstir í röðinni verði starfsmenn og íbúar á dvalarstofnunum á borð við hjúkrunarheimili og önnur heimili þar sem fólk dvelur langdvölum og þarfnast heilbrigðisþjónustu. CDC gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja flesta í þessum hópum snemma á næsta ári, að því gefnu að leyfi fáist fyrir bóluefni um miðjan desember, eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar er því spáð að þar sem framboðið verði dræmt fyrst um sinn þurfi að forgangsraða innan hópanna. CDC áætlar að fyrrnefnir hópar telji um 24 milljónir einstaklinga, sem þurfa þá 48 milljónir skammta. Allt að 40 milljón skammtar gætu verið tilbúnir í desember og 5 til 10 milljón skammtar vikulega upp frá því. Umdeilt hvaða hópar eiga að ganga fyrir Álit nefndarinnar er háð samþykki Robert Redfield, framkvæmdastjóra sóttvarnastofnunarinnar, en forgangsröðunin hefur verið afar umdeild síðustu misseri. Fjórir hópar hafa verið til skoðunar í þessu samhengi, m.a. heilbrigðisstarfsmenn, 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Starfsmenn og íbúar dvalarheimila hafa talið 6% smitaðra og 40% látinna, en menn hafa engu að síður deilt um hvort rétt sé að forgangsraða þessum ákveðnu hópum. Ástæðan er m.a. sú að íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila hafa almennt ekki verið meðal þátttakenda í bóluefnarannsóknum og því er óvíst um áhrif bóluefna á hópinn. Þá eru menn uggandi yfir því hvaða áhrif það mun hafa þegar þessir einstaklingar eru bólusetningar en látast af öðrum orsökum. „Amma mín fékk bóluefni og hún dó,“ kann fólk að hugsa, segir Dr. Helen Keipp Talbot, prófessor við Vanderbilt University Medical Center. „Það er ólíklegt að þetta tengist en svona verður þetta í minningunni,“ segir hún. NPR sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30
Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01
Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55
Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent