Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 06:16 Bóluefni Pfizer og BioNTech verður mögulega það fyrsta sem fær samþykki í Bandaríkjunum. epa/Pfizer Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. Það var niðurstaða nefndarinnar og annarra sem að málinu koma að fremstir í röðinni verði starfsmenn og íbúar á dvalarstofnunum á borð við hjúkrunarheimili og önnur heimili þar sem fólk dvelur langdvölum og þarfnast heilbrigðisþjónustu. CDC gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja flesta í þessum hópum snemma á næsta ári, að því gefnu að leyfi fáist fyrir bóluefni um miðjan desember, eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar er því spáð að þar sem framboðið verði dræmt fyrst um sinn þurfi að forgangsraða innan hópanna. CDC áætlar að fyrrnefnir hópar telji um 24 milljónir einstaklinga, sem þurfa þá 48 milljónir skammta. Allt að 40 milljón skammtar gætu verið tilbúnir í desember og 5 til 10 milljón skammtar vikulega upp frá því. Umdeilt hvaða hópar eiga að ganga fyrir Álit nefndarinnar er háð samþykki Robert Redfield, framkvæmdastjóra sóttvarnastofnunarinnar, en forgangsröðunin hefur verið afar umdeild síðustu misseri. Fjórir hópar hafa verið til skoðunar í þessu samhengi, m.a. heilbrigðisstarfsmenn, 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Starfsmenn og íbúar dvalarheimila hafa talið 6% smitaðra og 40% látinna, en menn hafa engu að síður deilt um hvort rétt sé að forgangsraða þessum ákveðnu hópum. Ástæðan er m.a. sú að íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila hafa almennt ekki verið meðal þátttakenda í bóluefnarannsóknum og því er óvíst um áhrif bóluefna á hópinn. Þá eru menn uggandi yfir því hvaða áhrif það mun hafa þegar þessir einstaklingar eru bólusetningar en látast af öðrum orsökum. „Amma mín fékk bóluefni og hún dó,“ kann fólk að hugsa, segir Dr. Helen Keipp Talbot, prófessor við Vanderbilt University Medical Center. „Það er ólíklegt að þetta tengist en svona verður þetta í minningunni,“ segir hún. NPR sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Það var niðurstaða nefndarinnar og annarra sem að málinu koma að fremstir í röðinni verði starfsmenn og íbúar á dvalarstofnunum á borð við hjúkrunarheimili og önnur heimili þar sem fólk dvelur langdvölum og þarfnast heilbrigðisþjónustu. CDC gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja flesta í þessum hópum snemma á næsta ári, að því gefnu að leyfi fáist fyrir bóluefni um miðjan desember, eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar er því spáð að þar sem framboðið verði dræmt fyrst um sinn þurfi að forgangsraða innan hópanna. CDC áætlar að fyrrnefnir hópar telji um 24 milljónir einstaklinga, sem þurfa þá 48 milljónir skammta. Allt að 40 milljón skammtar gætu verið tilbúnir í desember og 5 til 10 milljón skammtar vikulega upp frá því. Umdeilt hvaða hópar eiga að ganga fyrir Álit nefndarinnar er háð samþykki Robert Redfield, framkvæmdastjóra sóttvarnastofnunarinnar, en forgangsröðunin hefur verið afar umdeild síðustu misseri. Fjórir hópar hafa verið til skoðunar í þessu samhengi, m.a. heilbrigðisstarfsmenn, 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Starfsmenn og íbúar dvalarheimila hafa talið 6% smitaðra og 40% látinna, en menn hafa engu að síður deilt um hvort rétt sé að forgangsraða þessum ákveðnu hópum. Ástæðan er m.a. sú að íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila hafa almennt ekki verið meðal þátttakenda í bóluefnarannsóknum og því er óvíst um áhrif bóluefna á hópinn. Þá eru menn uggandi yfir því hvaða áhrif það mun hafa þegar þessir einstaklingar eru bólusetningar en látast af öðrum orsökum. „Amma mín fékk bóluefni og hún dó,“ kann fólk að hugsa, segir Dr. Helen Keipp Talbot, prófessor við Vanderbilt University Medical Center. „Það er ólíklegt að þetta tengist en svona verður þetta í minningunni,“ segir hún. NPR sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30
Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01
Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55
Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30