Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 06:16 Bóluefni Pfizer og BioNTech verður mögulega það fyrsta sem fær samþykki í Bandaríkjunum. epa/Pfizer Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. Það var niðurstaða nefndarinnar og annarra sem að málinu koma að fremstir í röðinni verði starfsmenn og íbúar á dvalarstofnunum á borð við hjúkrunarheimili og önnur heimili þar sem fólk dvelur langdvölum og þarfnast heilbrigðisþjónustu. CDC gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja flesta í þessum hópum snemma á næsta ári, að því gefnu að leyfi fáist fyrir bóluefni um miðjan desember, eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar er því spáð að þar sem framboðið verði dræmt fyrst um sinn þurfi að forgangsraða innan hópanna. CDC áætlar að fyrrnefnir hópar telji um 24 milljónir einstaklinga, sem þurfa þá 48 milljónir skammta. Allt að 40 milljón skammtar gætu verið tilbúnir í desember og 5 til 10 milljón skammtar vikulega upp frá því. Umdeilt hvaða hópar eiga að ganga fyrir Álit nefndarinnar er háð samþykki Robert Redfield, framkvæmdastjóra sóttvarnastofnunarinnar, en forgangsröðunin hefur verið afar umdeild síðustu misseri. Fjórir hópar hafa verið til skoðunar í þessu samhengi, m.a. heilbrigðisstarfsmenn, 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Starfsmenn og íbúar dvalarheimila hafa talið 6% smitaðra og 40% látinna, en menn hafa engu að síður deilt um hvort rétt sé að forgangsraða þessum ákveðnu hópum. Ástæðan er m.a. sú að íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila hafa almennt ekki verið meðal þátttakenda í bóluefnarannsóknum og því er óvíst um áhrif bóluefna á hópinn. Þá eru menn uggandi yfir því hvaða áhrif það mun hafa þegar þessir einstaklingar eru bólusetningar en látast af öðrum orsökum. „Amma mín fékk bóluefni og hún dó,“ kann fólk að hugsa, segir Dr. Helen Keipp Talbot, prófessor við Vanderbilt University Medical Center. „Það er ólíklegt að þetta tengist en svona verður þetta í minningunni,“ segir hún. NPR sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Það var niðurstaða nefndarinnar og annarra sem að málinu koma að fremstir í röðinni verði starfsmenn og íbúar á dvalarstofnunum á borð við hjúkrunarheimili og önnur heimili þar sem fólk dvelur langdvölum og þarfnast heilbrigðisþjónustu. CDC gerir ráð fyrir að búið verði að bólusetja flesta í þessum hópum snemma á næsta ári, að því gefnu að leyfi fáist fyrir bóluefni um miðjan desember, eins og áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar er því spáð að þar sem framboðið verði dræmt fyrst um sinn þurfi að forgangsraða innan hópanna. CDC áætlar að fyrrnefnir hópar telji um 24 milljónir einstaklinga, sem þurfa þá 48 milljónir skammta. Allt að 40 milljón skammtar gætu verið tilbúnir í desember og 5 til 10 milljón skammtar vikulega upp frá því. Umdeilt hvaða hópar eiga að ganga fyrir Álit nefndarinnar er háð samþykki Robert Redfield, framkvæmdastjóra sóttvarnastofnunarinnar, en forgangsröðunin hefur verið afar umdeild síðustu misseri. Fjórir hópar hafa verið til skoðunar í þessu samhengi, m.a. heilbrigðisstarfsmenn, 65 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Starfsmenn og íbúar dvalarheimila hafa talið 6% smitaðra og 40% látinna, en menn hafa engu að síður deilt um hvort rétt sé að forgangsraða þessum ákveðnu hópum. Ástæðan er m.a. sú að íbúar hjúkrunar- og dvalarheimila hafa almennt ekki verið meðal þátttakenda í bóluefnarannsóknum og því er óvíst um áhrif bóluefna á hópinn. Þá eru menn uggandi yfir því hvaða áhrif það mun hafa þegar þessir einstaklingar eru bólusetningar en látast af öðrum orsökum. „Amma mín fékk bóluefni og hún dó,“ kann fólk að hugsa, segir Dr. Helen Keipp Talbot, prófessor við Vanderbilt University Medical Center. „Það er ólíklegt að þetta tengist en svona verður þetta í minningunni,“ segir hún. NPR sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30 Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01 Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins. 25. nóvember 2020 18:30
Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja. 26. nóvember 2020 09:01
Börnum verður ekki boðin bólusetning Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning. 28. nóvember 2020 12:55
Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30