Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 13:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í ráðherrabústaðinum í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Aðspurð um málið sagði Katrín að ákvörðun hafi verið tekin um að skjóta málinu til yfirdeildar til að skera úr um ákveðin túlkunaratriði, sem nú liggi fyrir. „Við fyrstu sýn virðist það vera þannig að hann snúist um þá fjóra dómara sem ráðherra á sínum tíma færði upp í hæfnisröðinni. Alþingi er gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn,“ sagði Katrín í ráðherrabústanum í hádeginu. Hún benti á að Sigríður hafi axlað ábyrgð á málinu með því að segja af sér sem dómsmálaráðherra þegar fyrri niðurstaða MDE lá fyrir,“ sagði Katrín. Hún segir dóm yfirdeildar hafa skýrt málin. „Sömuleiðis var ekki einhugur þegar fyrri dómur féll en þessi dómur er einróma og hann fjallar fyrst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir og það eru ekki gerðar athugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti. Ekki er gerð krafa um það að öll mál séu endurupptekin þó að sjálfsögðu hafi fólk heimild til að óska endurupptökum,“ sagði Katrín. Framumdan sé að vinna úr niðurstöðinni og nýta hann til lærdóms. Áslaug Arna sagðist þurfa að lesa dóminn betur yfir, en hún segir að við fyrstu sýn sé margt athyglisvert þar að finna. „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum. Við höfðum vænst til þess að fyrri dómi yrði snúið við til samræmis við okkar málflutning en það virðist vera margt athyglisvert í þessum dómi og rökstuðningi með honum sem ég þarf að skoða betur í dag og leggjast yfir,“ sagði Áslaug Arna Hún er sammála mati Katrínar að niðurstaða yfirdeildar sé skýrari en niðurstaða undirdeildarinnar. „Nú staðreynd að yfirdeildin hafi tekið málið til meðferðar er staðfesting að þýðingarmikið lögfræðilegt álitaefni var um að ræða sem far fullt tilefni til að skoða og fá óyggjandi niðurstöðu um. Dómurinn við fyrstu sýn virðist skýrari en sá fyrri,“ sagði Áslaug Arna. Aðspurð um hvort dómurinn skapaði óvissu á störf Landsréttar nú eða hvort réttaróvissa væri nú til staðar svaraði Áslaug Arna einfaldlega neitandi. Framundan sé vinna við að skoða dóminn betur til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir honum og afleiðingum hans. Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dag að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm undirdeildar Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Aðspurð um málið sagði Katrín að ákvörðun hafi verið tekin um að skjóta málinu til yfirdeildar til að skera úr um ákveðin túlkunaratriði, sem nú liggi fyrir. „Við fyrstu sýn virðist það vera þannig að hann snúist um þá fjóra dómara sem ráðherra á sínum tíma færði upp í hæfnisröðinni. Alþingi er gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn,“ sagði Katrín í ráðherrabústanum í hádeginu. Hún benti á að Sigríður hafi axlað ábyrgð á málinu með því að segja af sér sem dómsmálaráðherra þegar fyrri niðurstaða MDE lá fyrir,“ sagði Katrín. Hún segir dóm yfirdeildar hafa skýrt málin. „Sömuleiðis var ekki einhugur þegar fyrri dómur féll en þessi dómur er einróma og hann fjallar fyrst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir og það eru ekki gerðar athugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti. Ekki er gerð krafa um það að öll mál séu endurupptekin þó að sjálfsögðu hafi fólk heimild til að óska endurupptökum,“ sagði Katrín. Framumdan sé að vinna úr niðurstöðinni og nýta hann til lærdóms. Áslaug Arna sagðist þurfa að lesa dóminn betur yfir, en hún segir að við fyrstu sýn sé margt athyglisvert þar að finna. „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum. Við höfðum vænst til þess að fyrri dómi yrði snúið við til samræmis við okkar málflutning en það virðist vera margt athyglisvert í þessum dómi og rökstuðningi með honum sem ég þarf að skoða betur í dag og leggjast yfir,“ sagði Áslaug Arna Hún er sammála mati Katrínar að niðurstaða yfirdeildar sé skýrari en niðurstaða undirdeildarinnar. „Nú staðreynd að yfirdeildin hafi tekið málið til meðferðar er staðfesting að þýðingarmikið lögfræðilegt álitaefni var um að ræða sem far fullt tilefni til að skoða og fá óyggjandi niðurstöðu um. Dómurinn við fyrstu sýn virðist skýrari en sá fyrri,“ sagði Áslaug Arna. Aðspurð um hvort dómurinn skapaði óvissu á störf Landsréttar nú eða hvort réttaróvissa væri nú til staðar svaraði Áslaug Arna einfaldlega neitandi. Framundan sé vinna við að skoða dóminn betur til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir honum og afleiðingum hans.
Landsréttarmálið Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14