Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2020 11:21 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Píratar hafa sent frá sér eftir að niðurstaða yfirdeildarinnar lá fyrir í morgun. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu segir Sigríði Andersen og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Í yfirlýsingu Pírata er sökinni á málinni skellt á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem var forsætisráðherra þegar málið var afgreitt á Alþingi árið 2017, og Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, núverandi forsætisráðherra. „Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland,“ segir í yfirlýsingunni. Krefjast Píratar þess nú að stjórnvöld bæti ráð sitt, líkt og það er orðað í tilkynningunni, með því að vinda ofan af málinu. „Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu.“ Bregðast þurfi við rót vandans. „Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.“ Yfirlýsing Pírata í heild sinni: Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda. Í stað þess að hlusta á ítrekaðar viðvaranir Pírata og áköll um að standa faglega að skipan dómara ákváðu ríkisstjórnir Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að viðhalda réttaróvissu og grafa undan trúverðugleika Landsréttar. Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland. Nú gefst ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur síðasta tækifærið til að bæta ráð sitt. Píratar krefjast þess að stjórnvöld viðurkenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfirdeildin gerir kröfu um. Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Ríkisstjórnin þarf jafnframt að bregðast við niðurstöðunni án þess að grípa til sömu flóttaviðbragða og hún gerði eftir síðasta áfellisdóm Mannréttindadómstólsins: Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin misgjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með dylgjum og rangfærslum. Og rétt eins og þá verða Píratar tilbúnir til þess að bregðast við öllum slíkum undanbrögðum valdhafa. Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr. Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Píratar hafa sent frá sér eftir að niðurstaða yfirdeildarinnar lá fyrir í morgun. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu segir Sigríði Andersen og Alþingi hafi brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með skipan dómara í Landsrétt. Ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni á fjórum dómaraefnum og Alþingi staðið rangt að staðfestingu dómaraefnanna. Staðfestir þetta dóm Mannréttindadómstólsins frá því í mars á síðasta ári. Í yfirlýsingu Pírata er sökinni á málinni skellt á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem var forsætisráðherra þegar málið var afgreitt á Alþingi árið 2017, og Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, núverandi forsætisráðherra. „Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland,“ segir í yfirlýsingunni. Krefjast Píratar þess nú að stjórnvöld bæti ráð sitt, líkt og það er orðað í tilkynningunni, með því að vinda ofan af málinu. „Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu.“ Bregðast þurfi við rót vandans. „Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.“ Yfirlýsing Pírata í heild sinni: Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda. Í stað þess að hlusta á ítrekaðar viðvaranir Pírata og áköll um að standa faglega að skipan dómara ákváðu ríkisstjórnir Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að viðhalda réttaróvissu og grafa undan trúverðugleika Landsréttar. Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland. Nú gefst ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur síðasta tækifærið til að bæta ráð sitt. Píratar krefjast þess að stjórnvöld viðurkenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfirdeildin gerir kröfu um. Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Ríkisstjórnin þarf jafnframt að bregðast við niðurstöðunni án þess að grípa til sömu flóttaviðbragða og hún gerði eftir síðasta áfellisdóm Mannréttindadómstólsins: Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin misgjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með dylgjum og rangfærslum. Og rétt eins og þá verða Píratar tilbúnir til þess að bregðast við öllum slíkum undanbrögðum valdhafa. Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.
Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda. Í stað þess að hlusta á ítrekaðar viðvaranir Pírata og áköll um að standa faglega að skipan dómara ákváðu ríkisstjórnir Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að viðhalda réttaróvissu og grafa undan trúverðugleika Landsréttar. Þessu hefði mátt afstýra. Þau ákváðu að gera það ekki. Í stað iðrunar og umbótavilja hafa íslensk stjórnvöld staðið vörð um ólögmætar og óforsvaranlegar athafnir fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar og réttarríkisins, með tilheyrandi kostnaði, réttaróvissu og orðsporshnekki fyrir Ísland. Nú gefst ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur síðasta tækifærið til að bæta ráð sitt. Píratar krefjast þess að stjórnvöld viðurkenni og vindi ofan af brotum sínum rétt eins og yfirdeildin gerir kröfu um. Stjórnvöld þurfa tafarlaust að kynna trúverðugar áætlanir um hvernig þau hyggjast uppræta réttaróvissuna sem þau sköpuðu sjálf og hvernig þau hyggjast koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þar þarf þingið að taka fullan þátt, enda bersýnilegt af dómsorðinu að þingið brást í eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdarvaldinu. Ríkisstjórnin þarf jafnframt að bregðast við niðurstöðunni án þess að grípa til sömu flóttaviðbragða og hún gerði eftir síðasta áfellisdóm Mannréttindadómstólsins: Rétt eins og þá er ekki í boði nú að neita að horfast í augu við eigin misgjörðir og reyna þess í stað að grafa undan trúverðugleika dómstólsins með dylgjum og rangfærslum. Og rétt eins og þá verða Píratar tilbúnir til þess að bregðast við öllum slíkum undanbrögðum valdhafa. Þriggja ára réttaróvissu í íslensku réttarkerfi er ekki lokið. Nú þarf að taka á rót vandans, bregðast við af heiðarleika og ábyrgð og ganga í það verk að endurbyggja traust á réttarvörslukerfinu. Píratar munu ekki láta sitt eftir liggja og veita valdhöfum virkt aðhald nú sem aldrei fyrr.
Landsréttarmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Dómstólar Tengdar fréttir Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14