„Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 21:46 Tómas Guðbjartsson lýsir vanþóknun sinni vegna sölunnar á Hjörleifshöfða í færslu á Facebook. Vísir/Vilhelm Læknirinn, útivistarmaðurinn og umhverfisverndarsinninn Tómas Guðbjartsson er lítt hrifinn af hátt í fimm hundruð milljóna króna sölunni á Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Power Minerals Iceland, íslenskt félag í 100 prósent eigu þýska fyrirtækisins STEAG Beteilungsgesellschaft, greiddi 489 milljónir króna fyrir Hjörleifshöfða. Tómas lýsir vonbrigðum sínum með söluna, sem hann kallar „heimaskítsmát í Mýrdal.“ í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu sem Hjörleifshöfði er - og það fyrir námavinnslu á vikri!. Eru menn blindir?“ spyr Tómas. Staðurinn sé stórkostlegur, skarti hellum og klettum og sé langt frá því að vera „svartur sandur.“ „Þarna kom jú fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, Hjörleifur Hróðmarsson og var veginn af írskum þrælum sem Ingólfur elti uppi og drap. Höfðnn er því stórmerkilegur fyrir sögu okkar Íslendinga,“ bætir Tómas við en hann kveðst ekki kaupa rök þess efnis að það vanti námuvinnslu á svæðinu. Vík í Mýrdal sé eitt stærsta ferðamannasvæði landsins sem skarti heimsfrægum náttúruperlum. „Námavinnsla í næsta nágrenni á enga samleið með öflugum ferðamannaiðnaði. Það er eins og að slátra mjólkurkúnni en er auk þess út frá sjónarmiði náttúruverndar og sagnfræði algjör tímaskekkja,“ skrifar Tómas. Fleiri deila skoðun Tómasar og má þar nefna Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, lögmann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. „Tek heilshugar undir það að þetta er hneisa,“ segir Herdís. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, er sama sinnis. „Heimska er því miður ólæknandi og íslendingar munu ekki hætta fyrr en þeir hafa selt allt landið undan sér.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona segir um hneyksli að ræða og Ingólfur Bruun leiðsögumaður er hugsi yfir að ríkið hafi ekki keypt jörðina. ísleand Litháen undankeppni EM í handbolta Laugardalshöll landsleikur ísland - LitháenFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er nú ekki mikill talsmaður þess að ríkið sé að kaupa jarðir (ríkið á þegar of margar jarðir) en það skiptir miklu máli um hvaða jarðir er að ræða. Það var t.d. glórulaust að ríkið skildi ekki kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hneisa bókstaflega. Og eins er það hneisa að núverandi ríkisstjórn með Bjarna og Katrínu í fararbroddi skyldi ekki kaupa jörðina Hjörleifshöfða þegar það bauðst. Galið! Hins vegar óska ég nýjum eigendum til hamingju með kaupin. Þetta voru mjög snjöll kaup.“ Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson segir óeðlilegt að fólk geti selt landið. „Ríkið ætti að virkja forkaupsrétt með lagasetningu og borga kaupandanum sömu upphæð til baka. Landeigendur“ sem vilja ekki eða geta ekki gætt landareigar sinnar lengur eiga að skila henni til þjóðarinnar sem á að fara með vörslu hennar fyrir komandi kynslóðir. Það á ekkert að vera hægt að eiga og selja land.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er ósáttur. „Þetta er hörmulegt.“ Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira
Tómas lýsir vonbrigðum sínum með söluna, sem hann kallar „heimaskítsmát í Mýrdal.“ í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Hvílík hneisa að selja þessa náttúruperlu sem Hjörleifshöfði er - og það fyrir námavinnslu á vikri!. Eru menn blindir?“ spyr Tómas. Staðurinn sé stórkostlegur, skarti hellum og klettum og sé langt frá því að vera „svartur sandur.“ „Þarna kom jú fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar, Hjörleifur Hróðmarsson og var veginn af írskum þrælum sem Ingólfur elti uppi og drap. Höfðnn er því stórmerkilegur fyrir sögu okkar Íslendinga,“ bætir Tómas við en hann kveðst ekki kaupa rök þess efnis að það vanti námuvinnslu á svæðinu. Vík í Mýrdal sé eitt stærsta ferðamannasvæði landsins sem skarti heimsfrægum náttúruperlum. „Námavinnsla í næsta nágrenni á enga samleið með öflugum ferðamannaiðnaði. Það er eins og að slátra mjólkurkúnni en er auk þess út frá sjónarmiði náttúruverndar og sagnfræði algjör tímaskekkja,“ skrifar Tómas. Fleiri deila skoðun Tómasar og má þar nefna Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur, lögmann og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. „Tek heilshugar undir það að þetta er hneisa,“ segir Herdís. Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, er sama sinnis. „Heimska er því miður ólæknandi og íslendingar munu ekki hætta fyrr en þeir hafa selt allt landið undan sér.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona segir um hneyksli að ræða og Ingólfur Bruun leiðsögumaður er hugsi yfir að ríkið hafi ekki keypt jörðina. ísleand Litháen undankeppni EM í handbolta Laugardalshöll landsleikur ísland - LitháenFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég er nú ekki mikill talsmaður þess að ríkið sé að kaupa jarðir (ríkið á þegar of margar jarðir) en það skiptir miklu máli um hvaða jarðir er að ræða. Það var t.d. glórulaust að ríkið skildi ekki kaupa Grímsstaði á Fjöllum, hneisa bókstaflega. Og eins er það hneisa að núverandi ríkisstjórn með Bjarna og Katrínu í fararbroddi skyldi ekki kaupa jörðina Hjörleifshöfða þegar það bauðst. Galið! Hins vegar óska ég nýjum eigendum til hamingju með kaupin. Þetta voru mjög snjöll kaup.“ Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúelsson segir óeðlilegt að fólk geti selt landið. „Ríkið ætti að virkja forkaupsrétt með lagasetningu og borga kaupandanum sömu upphæð til baka. Landeigendur“ sem vilja ekki eða geta ekki gætt landareigar sinnar lengur eiga að skila henni til þjóðarinnar sem á að fara með vörslu hennar fyrir komandi kynslóðir. Það á ekkert að vera hægt að eiga og selja land.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er ósáttur. „Þetta er hörmulegt.“
Mýrdalshreppur Jarðakaup útlendinga Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira