Fótbolti

Sam­herji Mikaels fær ekki að spila þrátt fyrir að vera laus við kórónu­veiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikael og Evander fagna marki gegn FCK á síðustu leiktíð.
Mikael og Evander fagna marki gegn FCK á síðustu leiktíð. Lars Ronborg/Getty

Áhugaverð staða hefur komið upp fyrir leik Atalanta og FC Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.

Evander, samherji Mikaels Anderson hjá danska liðinu Midtjylland, verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Atalanta annað kvöld.

Midtjylland reynir að næla í sitt fyrsta stig í riðlinum er þeir spila við Atalanta í Bergamo annað kvöld en þeir verða án Brassans Evander.

Evander greindist fyrr í mánuðinum með kórónuveiruna en nú hefur hann verið sendur í annað test. Það var ekki jákvætt en samt sem áður leyfa ítölsk yfirvöld honum ekki að koma inn í landið.

„Evander er hress og er byrjaður aftur að æfa. Hann uppfyllir öll skilyrði hér í Danmörku og hjá UEFA en að hann geti ekki spilað gegn Atalanta er ekki gott. Við verðum þó að sætta okkur við þetta,“ sagði Svend Graversen, yfirmaður knattspyrnumála, hjá FCM.

Ástæðan fyrir því að Evander fær ekki leyfi á Ítalíu er vegna þess að hann uppfyllir ekki kröfurnar að vera atvinnumaður í íþrótt á Ítalíu. Áhugavert.

Leikur Atalanta og Midtjylland hefst klukkan 20.00 annað kvöld en Mikael Anderson er í leikmannahópi
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.