Enski boltinn

Skýtur á United: „Fögnuðu eins og þeir hefðu orðið meistarar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Manchester United fagna Edinson Cavani eftir að hann skoraði sigurmark liðsins gegn Southampton.
Leikmenn Manchester United fagna Edinson Cavani eftir að hann skoraði sigurmark liðsins gegn Southampton. getty/Robin Jones

Ralph Hasenhüttl, knattspyrnustjóri Southampton, skaut á Manchester United eftir leik liðanna í gær og sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fagnað sigrinum eins og þeir hefðu orðið Englandsmeistarar.

Southampton var 2-0 yfir í hálfleik gegn United í gær en missti forskotið niður í seinni hálfleik. Edinson Cavani breytti gangi mála fyrir United. Úrúgvæinn, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt.

Hasenhüttl fannst leikmenn United fagna sigrinum full innilega og Austurríkismaðurinn sagði að Southampton ætti að líta á það sem hrós.

„Þú heyrir þá fagna í búningsklefanum. Þú veist hversu góður þú ert því þeir fagna eins og þeir hafi orðið Englandsmeistarar. Það er ákveðin yfirlýsing því þetta var erfiður leikur,“ sagði Hasenhüttl í leikslok.

„Þeir þurftu að spila sinn besta leik til að vinna okkur og við getum verið stoltir af frammistöðu okkar. Við áttum frábær augnablik í þessum leik og ég er mjög sáttur við hvernig við spiluðum. Tvö tvö hefði verið í lagi fyrir okkur en síðan fengum við á okkur þriðja markið. Við spiluðum eins vel og við gátum í dag.“

Southampton er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sautján stig, einu stigi á undan United sem er í 7. sætinu en á leik til góða. Næsti leikur Southampton er suðurstrandarslagur gegn Brighton mánudaginn 7. desember.


Tengdar fréttir

Vonast til að De Gea geti mætt PSG

Ole Gunnar Solskjær vonast til þess að spænski markmaðurinn David de Gea verði búinn að jafna sig fyrir stórleik Manchester United við PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld.

Vara­maðurinn Ca­vani lykillinn að endurkomu United

Manchester United virðist hafa fundið upp tímavél en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 3-2 þökk sé ótrúlegri innkomu Edinson Cavani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×