Sjáðu pirraðan Klopp óska íþróttafréttamanni til hamingju eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 17:45 Klopp allt annað en sáttur í leikslok. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var vægast sagt pirraður í viðtali að loknu 1-1 jafntefli Liverpool gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Óskaði hann Des Kelly, íþróttafréttamanni BT Sport, til hamingju með meiðsli James Milner. Liverpool gerði sum sé 1-1 jafntefli við Brighton á Amex-vellinum í dag. Mark Brighton kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Þá var myndbandsdómgæslan í aðalhlutverki eins og svo oft áður en tvö mörk voru dæmd af Liverpool. Ofan á það fór James Milner meiddur af velli og Klopp því mjög ósáttur er hann mætti í viðtal hjá BT Sport í leikslok. „Við erum vanir handakrikum og merkjum á búningum en í dag var það táin, svona er þetta bara,“ sagði Klopp um rangstöður Liverpool í dag. Í kjölfarið ásakaði hann svo Kelly um að reyna búa til fyrirsagnir með því að spyrja hann um síðari vítaspyrnu Brighton í leiknum – þá sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Klopp sagði að hann teldi að um víti væri að ræða en bæði sumir leikmenn Liverpool og Brighton töldu að svo hefði ekki endilega verið. „Já til hamingju,“ sagði Klopp aðspurður út í meiðsli James Milner en sá þýski hefur gagnrýnt mikið leikjaálag liða í ensku úrvalsdeildinni í vetur. „Ekki mér persónulega," svaraði Kelly yfirvegaður. Eftir að hafa hlustað á Klopp eftir leikinn er ég mikið að velta fyrir mér hvenær hann hefði viljað spila þennan Brighton leik. Varla á morgun og eiga svo leik í Meistaradeildinni á þriðjudag gegn Ajax, eða hvað? pic.twitter.com/vdis7UnoZE— Gummi Ben (@GummiBen) November 28, 2020 Þeir ræddu einnig pirring Mo Salah sem var tekinn af velli í dag eftir að hafa æft lítið sökum kórónuveirunnar undanfarið. Chris Wilder – stjóri Sheffield United – kom til tals en hann ku ekki vilja leyfa fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni. Þá benti Kelly á að Klopp ætti mögulega að beina reiði sinni að ensku úrvalsdeildinni þar sem hún þarf að staðfesta alla leiktíma deildarinnar. Þetta kostulega viðtal má sjá hér að neðan. A fascinating interview between Jurgen Klopp and @TheDesKelly discussing Liverpool's draw with Brighton, the Reds' injuries and fixture schedule. pic.twitter.com/s0BhahlUsP— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 28, 2020 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Sjá meira
Liverpool gerði sum sé 1-1 jafntefli við Brighton á Amex-vellinum í dag. Mark Brighton kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Þá var myndbandsdómgæslan í aðalhlutverki eins og svo oft áður en tvö mörk voru dæmd af Liverpool. Ofan á það fór James Milner meiddur af velli og Klopp því mjög ósáttur er hann mætti í viðtal hjá BT Sport í leikslok. „Við erum vanir handakrikum og merkjum á búningum en í dag var það táin, svona er þetta bara,“ sagði Klopp um rangstöður Liverpool í dag. Í kjölfarið ásakaði hann svo Kelly um að reyna búa til fyrirsagnir með því að spyrja hann um síðari vítaspyrnu Brighton í leiknum – þá sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Klopp sagði að hann teldi að um víti væri að ræða en bæði sumir leikmenn Liverpool og Brighton töldu að svo hefði ekki endilega verið. „Já til hamingju,“ sagði Klopp aðspurður út í meiðsli James Milner en sá þýski hefur gagnrýnt mikið leikjaálag liða í ensku úrvalsdeildinni í vetur. „Ekki mér persónulega," svaraði Kelly yfirvegaður. Eftir að hafa hlustað á Klopp eftir leikinn er ég mikið að velta fyrir mér hvenær hann hefði viljað spila þennan Brighton leik. Varla á morgun og eiga svo leik í Meistaradeildinni á þriðjudag gegn Ajax, eða hvað? pic.twitter.com/vdis7UnoZE— Gummi Ben (@GummiBen) November 28, 2020 Þeir ræddu einnig pirring Mo Salah sem var tekinn af velli í dag eftir að hafa æft lítið sökum kórónuveirunnar undanfarið. Chris Wilder – stjóri Sheffield United – kom til tals en hann ku ekki vilja leyfa fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni. Þá benti Kelly á að Klopp ætti mögulega að beina reiði sinni að ensku úrvalsdeildinni þar sem hún þarf að staðfesta alla leiktíma deildarinnar. Þetta kostulega viðtal má sjá hér að neðan. A fascinating interview between Jurgen Klopp and @TheDesKelly discussing Liverpool's draw with Brighton, the Reds' injuries and fixture schedule. pic.twitter.com/s0BhahlUsP— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 28, 2020
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Sjá meira