Sjáðu pirraðan Klopp óska íþróttafréttamanni til hamingju eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 17:45 Klopp allt annað en sáttur í leikslok. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var vægast sagt pirraður í viðtali að loknu 1-1 jafntefli Liverpool gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Óskaði hann Des Kelly, íþróttafréttamanni BT Sport, til hamingju með meiðsli James Milner. Liverpool gerði sum sé 1-1 jafntefli við Brighton á Amex-vellinum í dag. Mark Brighton kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Þá var myndbandsdómgæslan í aðalhlutverki eins og svo oft áður en tvö mörk voru dæmd af Liverpool. Ofan á það fór James Milner meiddur af velli og Klopp því mjög ósáttur er hann mætti í viðtal hjá BT Sport í leikslok. „Við erum vanir handakrikum og merkjum á búningum en í dag var það táin, svona er þetta bara,“ sagði Klopp um rangstöður Liverpool í dag. Í kjölfarið ásakaði hann svo Kelly um að reyna búa til fyrirsagnir með því að spyrja hann um síðari vítaspyrnu Brighton í leiknum – þá sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Klopp sagði að hann teldi að um víti væri að ræða en bæði sumir leikmenn Liverpool og Brighton töldu að svo hefði ekki endilega verið. „Já til hamingju,“ sagði Klopp aðspurður út í meiðsli James Milner en sá þýski hefur gagnrýnt mikið leikjaálag liða í ensku úrvalsdeildinni í vetur. „Ekki mér persónulega," svaraði Kelly yfirvegaður. Eftir að hafa hlustað á Klopp eftir leikinn er ég mikið að velta fyrir mér hvenær hann hefði viljað spila þennan Brighton leik. Varla á morgun og eiga svo leik í Meistaradeildinni á þriðjudag gegn Ajax, eða hvað? pic.twitter.com/vdis7UnoZE— Gummi Ben (@GummiBen) November 28, 2020 Þeir ræddu einnig pirring Mo Salah sem var tekinn af velli í dag eftir að hafa æft lítið sökum kórónuveirunnar undanfarið. Chris Wilder – stjóri Sheffield United – kom til tals en hann ku ekki vilja leyfa fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni. Þá benti Kelly á að Klopp ætti mögulega að beina reiði sinni að ensku úrvalsdeildinni þar sem hún þarf að staðfesta alla leiktíma deildarinnar. Þetta kostulega viðtal má sjá hér að neðan. A fascinating interview between Jurgen Klopp and @TheDesKelly discussing Liverpool's draw with Brighton, the Reds' injuries and fixture schedule. pic.twitter.com/s0BhahlUsP— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 28, 2020 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Liverpool gerði sum sé 1-1 jafntefli við Brighton á Amex-vellinum í dag. Mark Brighton kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Þá var myndbandsdómgæslan í aðalhlutverki eins og svo oft áður en tvö mörk voru dæmd af Liverpool. Ofan á það fór James Milner meiddur af velli og Klopp því mjög ósáttur er hann mætti í viðtal hjá BT Sport í leikslok. „Við erum vanir handakrikum og merkjum á búningum en í dag var það táin, svona er þetta bara,“ sagði Klopp um rangstöður Liverpool í dag. Í kjölfarið ásakaði hann svo Kelly um að reyna búa til fyrirsagnir með því að spyrja hann um síðari vítaspyrnu Brighton í leiknum – þá sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Klopp sagði að hann teldi að um víti væri að ræða en bæði sumir leikmenn Liverpool og Brighton töldu að svo hefði ekki endilega verið. „Já til hamingju,“ sagði Klopp aðspurður út í meiðsli James Milner en sá þýski hefur gagnrýnt mikið leikjaálag liða í ensku úrvalsdeildinni í vetur. „Ekki mér persónulega," svaraði Kelly yfirvegaður. Eftir að hafa hlustað á Klopp eftir leikinn er ég mikið að velta fyrir mér hvenær hann hefði viljað spila þennan Brighton leik. Varla á morgun og eiga svo leik í Meistaradeildinni á þriðjudag gegn Ajax, eða hvað? pic.twitter.com/vdis7UnoZE— Gummi Ben (@GummiBen) November 28, 2020 Þeir ræddu einnig pirring Mo Salah sem var tekinn af velli í dag eftir að hafa æft lítið sökum kórónuveirunnar undanfarið. Chris Wilder – stjóri Sheffield United – kom til tals en hann ku ekki vilja leyfa fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni. Þá benti Kelly á að Klopp ætti mögulega að beina reiði sinni að ensku úrvalsdeildinni þar sem hún þarf að staðfesta alla leiktíma deildarinnar. Þetta kostulega viðtal má sjá hér að neðan. A fascinating interview between Jurgen Klopp and @TheDesKelly discussing Liverpool's draw with Brighton, the Reds' injuries and fixture schedule. pic.twitter.com/s0BhahlUsP— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 28, 2020
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira