Erlent

Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins. EPA/FRASER BREMNER

Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn.

Þá muni hún segja fundarmönnum að Skotland sé nú þjóð sem sé við það að setja mark sitt á söguna.

Stjórnarandstöðuflokkar segja að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands myndi valda sundrung og að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að viðspyrnuaðgerðum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Þá telja einhverjir samflokksmenn Sturgeoun í Skoska þjóðarflokknum að þörf sé fyrir „plan B“ ef breska ríkisstjórnin leggst gegn því að fram fari önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.

ársfundurinn fer fram rafrænt í ár en flokkurinn vann yfirburðasigur í kosningunum sem fram fóru í desember í fyrra þegar hann tryggði sér 48 af þeim 59 þingsætum sem í boði voru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×