Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2020 09:46 Real Sociedad hefur fagnað fjölda marka og sigra það sem af er leiktíð. Getty/Mateo Villalba Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. Fáir bjuggust sjálfsagt við því að eftir tíu umferðir yrði Real Sociedad á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. Sú var þó raunin. Á meðan að gengi meistara Real Madrid hefur verið misjafnt, og Barcelona virst nánast í molum, hefur hinu 111 ára gamla félagi úr Baskahéraði, Real Sociedad, gengið líkt og í draumi. Sociedad tekur á móti Villarreal í kvöld og getur unnið sinn sjöunda sigur í röð í deildinni. Liðið er með 23 stig og hefur ekki byrjað svona vel síðan að það varð síðast Spánarmeistari, tímabilið 1981-82. Sociedad varð í 6. sæti á siðustu leiktíð. Félagið hafði hægt um sig á leikmannamarkaðnum í haust, og missti Martin Ödegaard aftur úr láni til Real Madrid, en tókst þó að landa snillingnum David Silva sem kom frítt frá Manchester City við litla kátínu Lazio-manna. Sociedad fylgdi þeirri stefnu lengst af í sinni sögu, að nota aðeins leikmenn frá Baskahéraði. Á síðustu áratugum hefur félagið vikið frá þeirri stefnu, eins og þegar það fékk Alfreð Finnbogason árið 2014, en kjarninn í liðinu er eftir sem áður Baskar. Með fleiri uppalda í hópnum en öll hin Þjálfarinn Imanol Alguacil er raunar með 16 leikmenn í sínum aðalliðshópi sem komu í gegnum unglingaakademíu félagsins, fleiri en nokkurt annað félag í spænsku 1. deildinni. Þar á meðal eru spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal sem kominn er með sex mörk á tímabilinu. Imanol þjálfaði í akademíunni áður en hann tók við aðalliðinu árið 2018. Í dag eru fimm útlendingar í leikmannahópnum hjá Imanol. Þeirra á meðal eru Belginn Adnan Januzaj, sem náði ekki að slá í gegn hjá Manchester United, og sænska ungstirnið Alexander Isak sem kom frá Dortmund í fyrra. Januzaj er á sinni fjórðu leiktíð með Sociedad en þeir hafa skorað tvö mörk hvor á leiktíðinni. Sociedad hefur ekki barist um spænska meistaratitilinn af alvöru síðan árið 2003, með ungan Xabi Alonso þá innanborðs, þegar liðið endaði aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid. Hve lengi liðið endist í titilbaráttunni í vetur verður hins vegar að koma í ljós. Spænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Fáir bjuggust sjálfsagt við því að eftir tíu umferðir yrði Real Sociedad á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. Sú var þó raunin. Á meðan að gengi meistara Real Madrid hefur verið misjafnt, og Barcelona virst nánast í molum, hefur hinu 111 ára gamla félagi úr Baskahéraði, Real Sociedad, gengið líkt og í draumi. Sociedad tekur á móti Villarreal í kvöld og getur unnið sinn sjöunda sigur í röð í deildinni. Liðið er með 23 stig og hefur ekki byrjað svona vel síðan að það varð síðast Spánarmeistari, tímabilið 1981-82. Sociedad varð í 6. sæti á siðustu leiktíð. Félagið hafði hægt um sig á leikmannamarkaðnum í haust, og missti Martin Ödegaard aftur úr láni til Real Madrid, en tókst þó að landa snillingnum David Silva sem kom frítt frá Manchester City við litla kátínu Lazio-manna. Sociedad fylgdi þeirri stefnu lengst af í sinni sögu, að nota aðeins leikmenn frá Baskahéraði. Á síðustu áratugum hefur félagið vikið frá þeirri stefnu, eins og þegar það fékk Alfreð Finnbogason árið 2014, en kjarninn í liðinu er eftir sem áður Baskar. Með fleiri uppalda í hópnum en öll hin Þjálfarinn Imanol Alguacil er raunar með 16 leikmenn í sínum aðalliðshópi sem komu í gegnum unglingaakademíu félagsins, fleiri en nokkurt annað félag í spænsku 1. deildinni. Þar á meðal eru spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal sem kominn er með sex mörk á tímabilinu. Imanol þjálfaði í akademíunni áður en hann tók við aðalliðinu árið 2018. Í dag eru fimm útlendingar í leikmannahópnum hjá Imanol. Þeirra á meðal eru Belginn Adnan Januzaj, sem náði ekki að slá í gegn hjá Manchester United, og sænska ungstirnið Alexander Isak sem kom frá Dortmund í fyrra. Januzaj er á sinni fjórðu leiktíð með Sociedad en þeir hafa skorað tvö mörk hvor á leiktíðinni. Sociedad hefur ekki barist um spænska meistaratitilinn af alvöru síðan árið 2003, með ungan Xabi Alonso þá innanborðs, þegar liðið endaði aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid. Hve lengi liðið endist í titilbaráttunni í vetur verður hins vegar að koma í ljós.
Spænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira