Fótbolti

„Ber virðingu fyrir leik­manninum en ekki mann­eskjunni“

Anton Ingi Leifsson skrifar
David Silva kveður enska boltann eftir tíu ár.
David Silva kveður enska boltann eftir tíu ár. vísir/getty

Igli Tare, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lazio, er allt annað en sáttur með skipti David Silva til Real Sociedad.

Lazio virtist vera að krækja í Silva frá Manchester City en hann var að kveðja enska liðið eftir tíu ára veru þar.

Flestir fjölmiðlar sögðu þann spænska að vera skrifa undir þriggja ára samning við Lazio en fljótt skipast veður í lofti.

Skyndilega var tilkynnt um að hann væri búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Real Sociedad og Lazio-menn voru allt annað en sáttir.

„Ég lærði mikið um David Silva við skipti hans til Real Sociedad. Ég ber mikla virðingu fyrir leikmanninum en ekki fyrir manneskjunni,“ sagði Tare í stuttri yfirlýsingu.

Silva spilaði síðast í spænsku úrvalsdeildinni árið 2010, er hann spilaði í sex ár með Valencia, áður en hann hélt í ensku úrvalsdeildina og sló í gegn.

Spænska deildin hefst 12. september.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.